Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 68
50
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
10. Kristín Olson, kona Holmans Olson,
að heimili sínu í Selkirk, Man., 63 ára
að aldri. Fædd í Winnipeg, en átti lengi
heima á Gimli, en síðan 1920 í Selkirk.
Tók mikinn þátt í félagsstörfum.
12. Guðbjartur Kárason, á Elliheim-
ilinu Stafholti í Blaine, Wash. Fæddur 6.
maí 1872 á Geirmundarstöðum í Selárdal
í Strandasýslu. Foreldrar: Kári Kjart-
anson í Goðdal og María Eyjólfsdóttir.
Kom vestur um haf til Winnipeg 1902,
en hafði síðan 1907 átt heima í Blaine,
rúman síðasta áratuginn á Elliheimilinu
þar í bæ. Áhugamaður um íslenzk
félagsmál.
19. Jón J. Sigurdson verzlunarmaður, í
Árborg, Man., 53 ára gamall. Fæddur í
Winnipeg. Foreldrar: Jóhannes Sigurds-
son (látinn) og Thorbjörg Sigurdsson í
Árborg.
19. Valgeir (Walter) Daníelson, öku-
maður, á heimili sínu í East Kildonan,
Man., 49 ára gamall. Foreldrar Kristján
og Kristjana Daníelson, frumbyggjar í
Grunnavatnsbyggð, er lengi áttu heimili
við Lundar, Man., og síðast í Winnipeg.
25. Anna Halldórsson, ekkja Jóns
Halldórssonar, á heimili sínu í Winni-
peg, 81 árs gömul. Átti lengi heima í
Víðir og í Riverton, Man., en síðustu 28
árin í Winnipeg.
26. Oddur Johnson trésmíðameistari, í
Glendale, Kaliforníu. Fæddur undir
Eyjafjöllum, en fluttist til Vestmanna-
eyja barnungur. Foreldrar: Jón Sighvats-
son frá Eyvindarholti og kona hans
Karólína Kristín úr Eyrarsveit vestra.
Kom til Vesturheims 1910, og átti framan
af árum heima í Detroit, Michigan, en
síðan 1938 í Kaliforníu.
27. Sigrún Sigurgeirsdóttir Thorkels-
son, kona Soffaníasar Thorkelssonar,
fyrrum verksmiðjustjóra í Winnipeg, á
sjúkrahúsi í Victoria, B.C. Fædd í
Reykjavík 29. sept. 1907. Foreldrar: Sig-
urgeir Jónsson frá Skarði í Gnúpverja-
hreppi og Agnes Pálsdóttir frá Múlakoti
á Síðu. Kom vestur um haf 1930. Framan
af árum lengstum búsett í Winnipeg,
en í Victoria síðan 1949. Forystukona í
félagsmálum íslenzkra kvenna þar í borg.
28. Trausti Frederickson, á heimili
sínu í Winnipeg. Átti fyrrum heima að
Baldur, Man.
OKTÓBER 1962
6. Thorsteinn Finnur Elíasson, að
heimili sínu í East Kildonan, Man., 83
ára gamall. Fæddur í Mikley, Man., átti
síðar heima í Riverton, Gimli og Sel-
kirk, en síðustu 26 árin í Winnipeg.
13. Hallbera Guðrún Vigfúsdóttir
Gíslason, ekkja Sigurgríms Gíslasonar
húsasmiðs, á heimili sínu í Winnipeg.
Fædd 2. júní 1866 að Flatey í Mýrum í
Austur-Skaftafellssýslu. Foreldrar: Vig-
fús Sigurðsson úr öræfum og Þórey
Bjarnadóttir frá Holti í Mýrum. Kom
vestur um haf til Winnipeg 1903.
17. William Helgi Einarson, að heimili
sínu í Winnipeg, 67 ára að aldri. Fæddur
í Glenboro, Man.
21. Jón Hjörtson, lengi bóndi við
Garðar, N.-Dakota, í Grand Forks, N.-
Dakota. Fæddur 17. sept. 1880. Foreldrar:
Hjörtur Sigurðsson í Þrúðardal í
Strandasýslu og Margrét Jónsdóttir. Kom
vestur um haf 1885 með fósturforeldrum
sínum, Oddi Jónssyni á Bræðrabrekku í
Strandasýslu og Ingveldi Samúelsdóttur,
er settust að í Garðarbyggð.
21. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson, á
sjúkrahúsi í Vancouver, B.C. Fæddur 7.
sept. 1903 í Litla Dal í Svínadal í Húna-
vatnssýslu. Foreldrar: Brynjólfur bóndi,
síðast í Skildinganesi, Gíslason, prests á
Reynivöllum, og Guðný Jónsdóttir pró-
fasts að Auðkúlu. Þjónaði Útskálapresta-
kalli í 24 ár, Fyrsta lúterska söfnuði í
Winnipeg árið 1947, og íslenzka söfnuð-
inum 1 Vancouver frá 1952. Mikill á-
hugamaður um kirkju- og þjóðræknis-
mál.
27. Herbert C. Manning, ritstjóri við
stórblaðið Vancouver Sun í Vancouver,
B.C. Fæddur í Winnipeg 1913, sonur
Herberts og Magneu Manning, en hún
er dóttir séra Bjarna Þórarinssonar, er
fyrr á árum var lengi þjónandi prestur
vestan hafs, bæði í Winnipeg og í
Langruth, Man.
31. Ólöf (Olive) Ámason, kona Johns
Árnason, að heimili sínu í St. James,
Manitoba, 67 ára gömul.
Okt. — Oliver Pálson, frá Regina,
Sask., í bílslysi í grennd við Central
Butte, Sask., 54 ára að aldri.
NÓVEMBER 1962
7. Bjarni Sveinsson, á Elliheimilinu
Höfn í Vancouver, B.C., þar sem hann
hafði dvalið síðustu 8 árin. Mun hafa
verið um áttrætt. Fyrrum bóndi }
Howardville, Man., og byggingameistari
í Keewatin, Ont., frá 1922—54.
7. Guðjón Stefánson, landnemi og
bóndi í Elfros-byggðinni í Saskatchewan.
Fæddur 12. jan. 1894 að Sævarenda í
Fáskrúðsfirði í Suður-Múlasýslu. For-
eldrar: Jón Stefánsson og Guðfinna
Halldórsdóttir. Fluttist til Kanada 1903,
og nam nokkuru síðar land í Elfros-
byggð.
9. Stefanía Ragnhildur Johnson, kona
Bergs Johnson, á Elliheimilinu Betel að
Gimli, Man., 79 ára að aldri.