Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Blaðsíða 69
MANNALÁT
51
10. Matthildur Borgfjord, ekkja Guð-
mundar Borgfjord, á Elliheimilinu Betel
að Gimli, 91 árs gömul. Flutti frá fs-
landi til Kanada 1913 og átti heima að
Winnipeg Beach, Man., í 40 ár.
15. Guðrún Sigurdson, kona Stefáns V.
Sigurdson útgerðarmanns, í Riverton,
Man., á Almenna sjúkrahúsinu í Winni-
peg. Fædd að Árnesi, Man., 11. sept.
1898. Foreldrar: Einar Guðmundsson og
Margrét Sigurðardóttir. Tók mikinn þátt
í félagsmálum.
21. Kristinn Normann, frá Piney, Man.,
á Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg.
Fæddur í Brandon, Man., 5. maí 1892, en
hafði átt heima í Piney síðan um alda-
mótin.
25. John Valdimar Halldórson, að
heimili sínu í Winnipeg, 57 ára gamall.
Fæddur í Piney, Man, en hafði verið
búsettur í Winnipeg síðastliðin 30 ár.
28. Jón Thorbergsson málarameistari,
að heimili sínu í Morro Bay, Kaliforníu.
Fæddur 1889, alinn upp í Reykjavík,
en talinn ættaður úr Mýrasýslu. Fluttist
vestur um haf um aldamótin, fyrst bú-
settur í Seattle, Wash., síðan lengi í
Los Angeles, en seinustu árin í Morro
Bay. Mun hafa verið einn af fyrstu fs-
lendingum, sem settust að í Los Angeles.
Ágætur söngmaður framan af árum.
30. Guðrún Eiríksson, kona Ólafs S.
Eiríkssonar, í Selkirk, Man. Fædd á fs-
landi 25. maí 1893. Fluttist með for-
eldrum sínum til Kanada aldamótaárið,
en þau settust að við Oakiew, Man.
Nóv. — Guðmundur Johnson, í Van-
couver, B.C., 84 ára að aldri. Fæddur að
Rjúpnafelli í Vopnafirði, en fluttist með
fjölskyldu sinni til Winnipeg 15 ára
gamall. Stundaði trésmíði í Winnipeg,
Baldur, Man., og víðar í Manitoba, en
hafði átt heima í Vancouver síðan 1954.
DESEMBER 1962
6. Jón Jónatansson, rakari og skáld, í
Winnipeg. Fæddur að Bæ á Höfðaströnd
í Skagafirði 1. júní 1876. Foreldrar:
Jónatan Jónatansson að Skemmu á
Höfðaströnd og Guðrún Björnsdóttir frá
Vík í Héðinsfirði. Kom vestur um haf
til Winnipeg árið 1900, og var jafnan
síðan búsettur þar, að undanteknum ár-
unum 1903—1916, er hann átti heima að
Gimli, Man. Stundaði rakaraiðn um 30
ára skeið í Winnipeg og átti sína eigin
rakarastofu. Sönghneigður maður og
skáld gott, og birtist fjöldi kvæða eftir
hann í Heimskringlu og víðar í íslenzkum
blöðum vestan hafs.
9. Einar G. Finnsson smiður, á Deer
Lodge sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fæddur
að Gimli 18. júlí 1896. Foreldrar: Guð-
mundur B. Jónsson frá Gufudal í Barða-
strandarsýslu og Margrét Bjarnadóttir
frá Víðivöllum við Steingrímsfjörð.
Stundaði um mörg ár fiskveiðar við
Steep Rock, Man., en smíðavinnu í
Winnipeg seinni árin.