Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 96

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 96
78 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA tungu og menningarerfðum. Lagði hEinn réttilega áherzlu á það, að vér erum fyrst og síðast hérlendir þegnar, er ber að vera sem beztir þegnar vors nýja heimalands, en það hefir frá upphafi vega verið grundvallaratriði í allri starfsemi þessa félags, eins og fyrsta málsgreinin í stefnuskrá þess tekur ó- tvírætt fram. í hinni efnismiklu og at- hyglisverðu ræðu, aðalræðu sinni til vor Vestur-íslendinga, er Forseti íslands flutti á samkomu félags vors í Fyrstu lútersku kirkju hér í borg 17. sept. síð- astliðinn, minnti hann oss kröftuglega á sérstöðu íslenzkrar tungu, máls- og menningargildi hennar, og komst enn- fremur svo að orði: „Okkur er það fyllilega ljóst, að það hlýtur að verða breyting, eins og þegar er komið í ljós, og mér er næst að halda, að það sé meira undrunarefni, hve vel og víða íslenzkan lifir en hitt hvað hún daprast með nýjum kynslóðum. Mægðir við önnur þjóðerni, skólagangan og leiksystkinin, blöðin og mestallt daglegt líf gefur ríkismálinu undirtökin. Þrátt fyrir metnað, þá er það ekki æskilegt, að íslendingar hagi sér í nýjum heim- kynnum eins og guðs útvalin þjóð. í góðu samræmi við þá eðlilegu rás við- burðanna, þá er hér unnið mikið og gott þjóðernisstarf, og við þökkum hverja þá viðleitni, sem sýnd er til að gera ís- lenzkt mál svo langlíft sem auðið er meðal almennings af íslenzkum upp- runa hér í Vesturheimi .Og svo mikil er hennar náttúra íslenzkunnar, að við vit- um, að hún deyr hér aldrei út til fulls.“ Hér kveður við annan tón en ósjaldan heyrist hér vestra; hér er hvorki ör- vænting né feigðarspá á ferðum, heldur raunsæi og heilbrigð framtíðartrú. Sjálf- sagt er að horfast hiklaust í augu við vaxandi vandkvæði í þjóðræknismálum vorum, og vér vitum öll, hvert tímans og þróunarinnar straumur fellur í þeim efnum, en hann er nógu hraðstreymur, þótt vér ýtum eigi á eftir honum. Fyrir löngu síðan beindi þjóðskáldið Bjarni Thorarensen þeim áminningarorðum til íslenzku þjóðarinnar, að fljóta eigi „sofandi að feigðarósi", en fara heldur að dæmi laxins, sem leitar móti straumi streklega og stiklar fossa. Ég held, að í þjóðræknisbaráttu vorri sé oss holt að minnast þessara áminn- ingarorða hins kjarnmikla og karl- mennskulundaða skálds vors. En Ásgeir forseti færði oss eigi aðeins bróðurlegar og kærkomnar kveðjur frá ættþjóð vorri og hvatti oss til dáða með drengilegum viðurkenningarorðum. Hann kom einnig færandi hendi með öðrum hætti. Eins og oss er öllum i fersku minni, sem vorum á fyrrnefndri samkomu Þjóðræknisfélagsins, þá af- henti hann félagi vrou að gjöf við það tækifæri mikinn dýrgrip, þar sem er hin ljósprentaða útgáfu af Flaieyjarbók, mesta gersemi íslenzkra handrita; verð- ur hún til sýnis hér á þinginu. En þessi höfðinglega gjöf er oss eigi aðeins dýr- mæt í sjálfri sér, heldur einnig sem tákn vors auðuga íslenzka bókmennta- og menningararfs, en honum lýsti Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi eftir- minnilega í kaflanum „íslenzk fræði“ í tilþrifamiklum ljóðaflokki sínum á 50 ára afmælishátíð Háskóla fslands: Líkt og magnað kraftakvæði knýja hugann íslenzk fræði þangað inn, sem ætt og saga eiga sína liðnu daga. Stríðir enn við stormanætur stofn, sem á sér djúpar rætur, frjóa mold og fastan grunn, þar á fólkið, þjóðarsálin, þúsimd ára brunn. Ennþá tala tungu Snorra tign og hreysti feðra vorra. Frelsi, nám og höfðingshættir heilla landsins beztu ættir. Fólk, með eld og brim í blóði, brýnt til stáls af söng og ljóði yfirstígur allar spár, nýtur veiga nomabrunnsins næstu þúsund ár. Síðan heim kom, hefir Forseti íslands, í blaðaviðtölum og þá eigi síður í hinni íturhugsuðu áramótaræðu sinni, sem endurprentuð hefir verið hér vestra, borið oss Vestur-fslendingum hið bezta söguna, hvatt til aukins samstarfs við oss og komið fram með mjög athyglis- verðar tillögur í þá átt, sem hann mun ræða nánar síðar. Ég veit, að vér erum reiðubúnir að mæta þeirri útréttu bróð- urhönd á sama hátt, og láta frændsem- ina með þeim hætti brúa saman löndin, eins og séra Matthías Jochumsson orðaði það snilldarlega í einu kvæða sinna. Svo vil ég hér úr forsetastóli á árs- þingi voru votta Forseta íslands og for- setafrúnni, og föruneyti þeirra, hjartans þökk fyrir ógleymanlega heimsókn þeirra, fyrir alla ánægjuna, sem hún veitti oss íslendingum vestan hafs, og fyrir mikið og víðtækt þjóðræknislegt gildi hennar. Með henni hefir sterk stoð verið hlaðin undir brúna yfir djúp fjar- lægðarinnar milli íslendinga heima og hérlendis. Þessi söguríka heimsókn hefir eigi aðeins fært oss nær íslandi og látið oss finna sterkar til ætternis- og menn- ingartengsla vorra, heldur ætti hun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.