Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 97

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 97
ÞINGTÍÐINDI 79 einnig að vera oss vakning þjóðræknis- lega og hvatning til sterkari átaka _ í þeim efnum. Minnug þess fögnum vér því þá einnig einlæglega, að vér fáum að heyra af segulbandi hér á þinginu kveðjur til vor Vestur-íslendinga frá forsetahjónunum, er munu finna næman hljómgrunn og auka um leið á hátíðleik og þjóðræknislegt gildi þessa ársþings vors. En í lífinu, eins og í veðurfarinu í hinni ytri náttúru, skiptast á skin og skuggar; þannig hefir það einnig verið í sögu félags vors á liðnu ári. Dauðinn hefir verið stórhöggur í fylkingu vora, en þessum félagssystkinum höfum vér átt á bak að sjá á árinu, að því er fjár- málaritari Guðmann Levy segir mér: Dr. Charles Venn Pilcher, aðstoðar- biskup við St. Andrews dómkirkjuna í Sydney í Ástralíu, heiðursfélagi; Dr. John C. West, fyrrv. forseti Ríkishá- skólans í N. Dakota (University of N. Dakota), Grand Forks, N. Dak., heiðurs- félagi; Gamaliel Thorleifsson, Garðar, N. Dak., heiðursfélagi deildarinnar „Báran“; Benedikt Ólafsson, Winnipeg, varaskrifari deildarinnar „Frón“; Hjálmur V. Thorsteinsson, Gimli, vara- fjármálaritari deildarinnar „Gimli“; Mrs. Sylvia Kárdal frá Gimli, í St. Paul, Minn.; Mrs. Ingibjörg Pálson, Selkirk; Björn Björnson, Lundar; Magnús Gísla- son frá Árborg, Gimli, Manitoba; Pálmi M. Sigurðsson, Boston, Mass.; Hallur E. Magnússon, Seattle, Wash., fyrrv. forseti deildarinnar „Vestra“, Seattle; H. J. Halldórson, Vancouver; Anna Harvey, Vancouver; B. Thorlacius, Vancouver; Hannes Péturson, Winnipeg; Mrs. Jen- sína Guttormsson, Riverton, Man.; séra Sigurður ólafsson, Winnipeg, fyrrv. rit- ari Þjóðræknisfélagsins; Helgi Stein- berg, Blaine, Wash.; Þórhalla Elisabet Arngrímsson, Blaine, Wash.; Magnús G. Guðlaugsson, White Rock, B.C. Vér tjáum hlutaðeigendum innilega samúð vora í tilefni af fráfalli fyrr- nefndra félagssystkina vorra, en þeim þökkum vér trúnaðinn og stuðninginn við málstað félags vors, og vottum þeim virðingu vora með því að rísa á fætur. En þrátt fyrir þau áföll, sem félags- skapur vor hefir orðið fyrir við missi margra ágætra manna og kvenna úr hópnum, sæmir oss, er uppi stöndum, eigi annað en sækja fram undir merkjum félagsins, því að göfugum málstað er það að vinna, varðveizlu og ávöxtun dýrustu erfða vorra. í þeim anda hefir stjórnamefnd félagsins leitazt við að framkvæma þau mál, er síðasta þjóð- ræknisþing fól henni á hendur. Svo eru alltaf ný mál, sem koma til hennar kasta, og að þessu sinni stórmál, en að sama skapi ánægjulegt, þar sem var heimsókn íslenzku forsetahjónanna, er fyrr getur. Stjórnamefndinni þakka ég prýðilega samvinnu að vanda, og um annað fram allt hennar starf sem undir- búningsnefnd að komu forsetahjónanna, og þá sérstaklega formanni nefndarinn- ar Gretti ræðismanni, því að mest mæddi á honum, án þess, að ég vilji á nokkurn hátt gera lítið úr hlut annars nefndar- fólks, því að allir innan hennar voru samhuga um það, að mikilvægt verk hennar í þessu máli færi sem bezt úr hendi og yrði félaginu og öðrum aðilum til sem mestrar sæmdar. Læt ég svo aðra fella dóm á það, hver árangurinn varð af þessu heilhuga og umsvifamikla starfi nefndarinnar. En fleira hafði stjórnarnefndin og félagið vitanlega með höndum á árinu, sem nú skal rakið í megindráttum. Úíbreiðslu- og fræðslumál Þau eru, og hljóta alltaf að verða, meginþáttur í starfi félagsins, enda hef- ir stjórnarnefndin með ýmsum hætti unnið að framgangi þeirra. Má þó þar um segja hið fornkveðna, að betur má, ef duga skal, svo víðlendur er sá akur, er þar bíður ræktunar, og sáðmenn- irnir færri en vera ætti, þótt ýmsir utan stjórnarnefndarinnar hafi stutt þau mál í verki. Hefi ég þá í huga einstakl- inga, félagsmenn og konur á ýmsum stöðum, og þá eigi síður deildir félags- ins, er margar hverjar vinna ágætt verk í þá átt, en eru eðlilega misjafnlega í sveit settar bæði hvað starfskrafta snertir og aðra aðstöðu. En þau störf, sem hér um ræðir, eru oft unnin í kyrrþey, og sannast þar orð skáldsins: „Hinn fórnandi máttur er hljóður.“ Fyrrv. forseti félagsins, dr. Valdimar J. Eylands, hefir eins og áður unnið félagi voru mikið gagn með ræðum sín- um og ritsmíðum um íslenzk efni. Tekur það ekki sízt til hins myndarlega úrvals úr ræðum hans og ritgerðum, er vinir hans og velunnarar beggja megin hafs- ins létu gefa út í tilefni af sextugsafmæli hans, og var hann vel að þeim heiðri kominn. Með þökk fyrir ágæt og marg- háttuð störf hans í þágu félagsins sam- fögnum vér honum og óskum honum gæfu og langlífis. Varaforseti og fyrrv. forseti félagsins, séra Philip M. Pétursson, hefir flutt ávörp og ræður um íslenzk efni á sam- komum og ritað um þau efni í viku- blað vort. Auk starfa í nefndum, stýrði hann einnig nokkrum fundum stjórn- arnefndar í fjarveru minni, og kann ég honum þakkir fyrir það. Ritari félagsins, prófessor Haraldur Bessason, hefir nú sem áður í ræðu og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.