Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 98

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 98
80 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA riti unnið ötullega að félags- og menn- ingarmálum vorum. Síðastliðið vor undirbjó hann, ásamt Sveini Skorra Höskuldssyni, samfellda dagskrá ís- lenzks efnis fyrir þjóðræknisdeildina ,,Frón“, en Haraldur prófessor er forseti hennar. Ennfremur flutti hann í haust aðalræðuna á landnemahátíð að Gimli, sagði ferðasögu úr íslendsferð sinni á „Fróns“-fundi, og flutti ávarp á 40 ára afmælishátíð þjóðræknisdeildarinnar „fs- lands“ í Morden. Hann hefir einnig ritað um íslenzk efni í blöð og tímarit beggja megin hafsins og einkum lagt mikinn skerf og góðan til vikublaðs vors. Vararitari, Walter J. Lindal dómari, hefir flutt ávörp á samkomum og ritað margt um félagsmál vor og menningar- erfðir, einkum í The Icelandic Canadian; einnig gegndi hann störfum ritara í fjarveru hans, og er ennfremur forseti stofnunarinnar „Canada-Iceland Found- ation“, sem vinnur, eins og nafnið bend- ir til, að menningarlegum samskiptum milli þeirra landa yfir hafið. Féhirðir, Grettir L. Jóhannson ræðis- maður, hefir, eins og að undanförnu, flutt ávörp um íslenzk efni á samkom- um. Auk þess sem hann gegndi hinu umsvifamikla formannsstarfi í undirbún- ingsnefnd heimsóknar forsetahjónanna, fylgdi hann þeim frá Winnipeg til Vest- urstrandarinnar bæði í embættisnafni og sem fulltrúi félags vors. Varaféhirðir, frú Hólmfríður F. Daníel- son, hefir átt samvinnu um það við hér- lent fólk, að fsland kæmi við sögu í nokkrum þjóðernislegum sýningum, og ritað margar greinar um íslenzkt fólk og málefni bæði á íslenzku og ensku. Fjármálaritari, Guðmann Levy, hefir, auk bréfaskrifa til deilda og einstaklinga í sambandi við embæti sitt, átt sæti í ýmsum nefndum, og einnig, eins og síð- ar mun vikið að, átt drjúgan þátt í söfnun auglýsinga fyrir Tímarit vort. f félagsins nafni óska ég honum til ham- ingju með nýafstaðið sextugs afmæli hans og þakka hans mörgu störf í þágu félagsins. Jafnframt því og hann er forseti heimadeildar sinnar að Lundar, hefir varaf jármálaritari, ó 1 a f u r Hallsson, starfað í ýmsum nefndum af hálfu stjórnarnefndar. Ágætur liðsmaður bættist oss einnig í nefndina, þar sem er hinn nýi skjala- vörður, Jakob F. Kristjánsson, en hann var ritari undirbúningsnefndar heim- sóknar forsetahjónanna í fjarveru Har- alds prófessors; hefir starfað á árinu í öðrum nefndum og lagt vikublaði voru lið með ýmsum hætti. Forseti flutti aðalræðuna á sumar- mála- og 50 ára afmælissamkomu Lestr- arfélagsins að Gimli, og samdægurs erindi um ísland á barnaskólunum að Mountain og Garðar í N. Dakota, og stuttu síðar erindi um íslendingasögur á fundi Tungumálafélagsin „The Ling- uistic Circle of Manitoba and N.-Dakota“, er haldinn var á Ríkisháskólanum í N. Dakota. Einnig var hann aðalræðumað- ur á Lýðveldishátíð íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu 17. júní í Oakland, Kalif.; flutti kveðju frá félagi voru á íslendingadeginum að Gimli, ávörp af þess hálfu í sambandi við Winnipeg- heimsókn forsetahjónanna íslenzku, enn- fremur aðalræðuna á 40 ára afmælis- hátíð deildarinnar „fslands“ í Morden. Síðan þau hjónin komu heim úr íslands- ferð sinni í haust hefir forseti flutt þrjár ræður um ísland og Háskólahátíðina á samkomum í Grand Forks. Hann hefir einnig á liðnu ári ritað fjölda greina og ritróma um íslenzk efni í blöð, tímarit og safnrit, beggja megin hafsins. Tengsl vor og samvinnumál við ísland Stærsti og merkasti viðburður í sam- skiptum íslendinga yfir hafið á liðnu ári, og einstæður að sama skapi, var vitanlega heimsókn íslenzku forseta- hjónanna, sem rætt var um í byrjun þessa máls. En fleira frásagnar- og þakkarvert hefir gerzt á árinu á því sviði starfsmála félagsins. Ber þar sér- staklega að nefna útgáfuna af fyrsta bindi af Veslur-íslenzkum æviskrám. Er þar, eins og vitað var fyrirfram, um hið gagnmerkasta rit að ræða, og að því hinn mesti fengur bæði frá sögulegu og mannfræðilegu sjónarmiði. Jafnframt er útgáfa þess mikill og varanlegur skerfur til brúarbyggingar gagnkvæmra kynna og menningarlegra samskipta milli ís- lendinga heima og hérlendis. f nafni Þjóðræknisfélagsins votta ég innilega þökk öllum þeim, sem þar eiga hlut að þörfu og mikilvægu starfi. Fæ ég eigi nógsamlega hvatt fslendinga vestan hafs til þess að bregðast svo vel við málaleitun hlutaðeigenda útgáfu þessa merkisrits, að hún geti haldið áfram og náð tilgangi sínum í sem fyllstum mæli- Með öðrum hætti hafa oss einnig verið réttar bróðurhendur austan um haf a liðnu ári. Eins og skýrt var frá á sínum tími í Lögbergi-Heimskringlu, tilkynnti herra Birgir Thorlacíus, ráðuneytis- stjóri Menntamálaráðuneytis íslands stjórnarnefnd félagsins, að ráðuneytio hefði ákveðið að veita stúdent eða kandidat af íslenzkum ættum búsettum í Kanada styrk til náms í íslenzkum fræðum í heimspekideild Háskóla ís- lands frá 1. okt, 1961 til 1. maí 1962. Nemur styrkur þessi 20,000 íslenzkra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.