Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 99

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Page 99
ÞINGTÍÐINDI 81 króna, og er miðaður við að nægja fyrir fæði, húsnæði og námsbókum. Var Þjóðræknisfélagið beðið að auglýsa styrkinn og gera tillögur til Mennta- málaráðuneytisins um, hverjum skyldi veita hann. Tók stjórnarnefndin mal þetta þegar fyrir til athugunar og af- greiðslu og mælti með því, að styrkur- inn yrði veittur efnilegum ungum náms- manni, Harold Bjarnason frá Gimli. Hlaut hann styrkinn, og gerði styrkveit- ingin honum fært að stunda nam í íslenzkum fræðum yfirstandandi ár. Af hálfu Þjóðræknisfélagsins tjái ég Menntamálaráðuneyti íslands hjartan- lega þökk vora fyrir þessa höfðinglegu styrkveitingu, þann góðhug, sem hun lýsir í garð vor Vestur-íslendinga, jafn- framt því og hún eflir ættar- og menn- ingartengslin milli vor íslendinga austan hafs og vestan, og það því fremur, sem það er skilningur minn, að þessi styrkur verði veittur árlega. Þá er annað merkismál, sem snertir oss fslendinga vestan hafs eigi síður en landa vora heima á ættjörðinni. Eins og sagt var frá í vikublaði voru og féhirðir félagsins hefir skýrt ítarlega í bréfi til félagsfólks, lét ríkisstjórn fslands sla gullpening til minningar um Jón Sig; urðsson forseta í tilefni af 150 ára afmæli hans. Peningurinn er seldur bæði innan íslands og utan, og verður ágóðanum af sölunni varið til framkvæmda a fæð: ingarstað Jóns Sigurðssonar, Rafnseyri við Amarfjörð. Að tilmælum Eoreeta íslands, hefir Þjóðræknisfélagið tekið að sér sölu minnispeningsins vestan hafs. Virðum vér þá tiltrú, sem Forsetinn sýnir oss með þeim tilmælum, og erum þakklát fyrir tækifærið til þess að eign- ast þennan minnispening um _ hinn ast- sæla stjórnmálaleiðtoga ættþjóðar vorr- ar, og eiga nokkurn þátt í því að endur- reisa og fegra fæðingarstað hans, þvi að íslendingar hvarvetna eiga honum o- metanlega þakkarskuld að gjalda. Hvet ég deildir vorar og félagsfólk eindregið til þess að styðja þetta mál, en féhirðir mun ræða það frekar síðar á þinginu. Þá sný ég máli mínu að vorri hlið á samvinnumálum við ísland. Er oss það ávalt ánægjuefni, þegar einhver úr vor- um hópi sýnir ræktarhug sinn til ætt- jarðarinnar á drengilegan og varanlegan hátt, en það gerði vor mæti félagsbroðir Davíð Bjömsson bóksali með hinu verð- mæta safni íslenzkra bóka, sem hann gaf Landsbókasafni íslands nýlega, um eða yfir eitt þúsund bindi alls. Um helm- ingur þessa safns er íslenzk rit, eða rit eftir íslenzka menn, prentuð vestan hafs. Skýrði dr. phil. Finnur Sigmundsson landsbókavörður nýlega frá því í blaða- grein, er hann þakkaði þessa ágætu gjöf, að í samráði við gefandann hafi verið ákveðið, að hún verði stofn að sérdeild vestur-íslenzkra rita í Lands- bókasafninu. Veit ég mig túlka hug þingheims og félagsfólks vors almenns, er ég þakka Davíð Bjömsson þessa höfðinglegu gjöf, sem bæði sýnir í verki hina ágætustu þjóðrækni og er um leið merkilegt framlag til menningarlegra tengsla milli vor og ættlandsins. Taug ætternis og erfða við vort Feðra- frón hefir einnig á liðnu ári verið treyst með heimsóknum margra Vestur-fslend- inga, sem of langt yrði hér upp að telja, enda munu þeir fleiri en mér er kunnugt um. Ritari félags vors dvaldi, eins og kunnugt er, sumarlangt heima á íslandi við fræðiiðkanir; jafnframt hafði hann með höndum erindisrekstur fyrir félagið og flutti í Ríkisútvarpið inngangserindi að ljóðalestri Guttorms skálds Guttorms- sonar, heiðursfélaga vors, er útvarpað var af segulbandi. Má óhætt fullyrða, að sá ljóðalestur hafi fallið í frjóa jörð hjá tilheyrendum. Jafnframt því og Háskóli íslands bauð okkur hjónunum að vera gestir sínir á 50 ára afmælishátíð hans, bauð hann mér sérstaklega sem Forseta Þjóðrækn- isfélagsins og konu minni að sækja há- tíðina og flytja þar stutt ávarp af hálfu félagsins. Þáði ég að sjálfsögðu það sæmdarboð, og staðfesti stjómarnefndin þá ákvörðun mína einum rómi á fundi sínum litlu síðar. Lét hún einnig semja og skrautrita afmæliskveðju til Háskóla fslands frá Þjóðræknisfélaginu, sem ég afhenti rektor háskólans, Ármanni Snævarr prófessor, eftir að ég flutti kveðju félagsins fyrri hátíðardaginn; en Háskóli íslands sýndi félagi voru þann sóma, að skipa forseta þess um kveðju- flutninginn í hóp með Forseta íslands, menntamálaráðherra dr. Gylfa Þ. Gísla- syni, og borgarstjóranum í Reykjavík, Geir Hallgrímssyni. Var ávörpum okkar, ásamt allri dagskránni, útvarpað. Þar sem ávarp mitt hefir þegar verið birt í Lögbergi-Heimskringlu, verður það eigi endurtekið hér að neinu leyti. Hins vegar tel ég rétt að taka hér upp meginmál bréfs, sem Rektor Háskólans ritaði mér 9. nóv., s.l., þar sem það er sérstaklega stílað til mín sem forseta félags vors og félagsins og félagsfólks í heild sinni: — „Vegna Háskóla íslands flyt ég þér alhugaðar þakkir fyrir ágæta og snjalla ræðu þína á háskólahátíð og árnaðar- óskimar góðu, sem glöddu okkur öll, ekki sízt starfsmenn Háskólans og stúdenta. Háskóli íslands þakkar Þjóð- ræknisfélagi íslendinga kærlega hið fagurlega og haglega gerða ávarp til Há- skólans, sem við metum mjög mikils, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.