Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 106

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1962, Síða 106
88 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA og skemmtu sér við matarveizlu, söng, kvikmyndasýningu, upplestur og dans langt fram á nótt. Mesti merkisatburður í sögu félagsins var, þegar Forseti fslands og frú hans komu í heimsókn til Vancouver og Victoria, í september. Þegar vitað var, að forsetahjónin myndu koma í opin- bera heimsókn bauð „Ströndin" öðrum félögum íslendinga í Vancouver að senda einn mann hvert til að mynda nefnd, sem vinna skyldi með „Strönd- inni“ að undirbúning heimsóknarinnar. Forseti nefndarinnar var kosinn Mr. L. H. Thorlakson, ritari Mr. M. K. Sigurðs- son og gjaldkeri Mr. Hermann Eyford. Forseti félagsins, Mr. Snorri Gunnars- son fór til Victoria til viðræðna við Vestur íslendinga búsetta þar, og var mjög náin samvinna milli hans og þeirra um allan undirbúning að heimsókninni þangað. Forsetahjónin komu til Victoria föstu- daginn 22. september og þágu hádegis- verðarboð stjórnar British Columbia, en um kvöldið var þeim haldið heiðurs- samsæti að Hotel Empress. Sóttu það margir íslendingar búsettir í Victoria. Laugardaginn 23. september komu forsetahjónin til Vancouver og var þeim haldið heiðurssamsæti að Hótel Van- couver um kvöldið. Sunnudagsmorgun- inn 24. september var forseti og fylgdar- lið hans við enska messu, sem haldin var í kirkju The Icelandic Lutheran Con- gregation. Að lokinni messu gróðursettu forsetahjónin tré á lóð kirkjunnar, og þáðu síðan kaffiveitingar í neðri sal kirkjunnar. Eftir hádegi tók forsetinn fyrstu skóflustunguna fyrir hinni nýju elliheimilisbyggingu en að þeirri athöfn lokinni hélt stjórn elliheimilisins honum kaffisamsæti að hinu gamla heimili. Forsetahjónin og fylgdarlið þeirra fóru frá Vancouver mánudagsmorguninn 25. september, og voru þau kvödd á flugvellinum með blómum, sem tvær litlar stúlkur, klæddar íslenzkum bún- ingum, afhentu forsetafrúnni. Þessi heimsókn tókst vel í alla staði. Löngu áður en þessir virðulegu full- trúar hins íslenzka Lýðveldis komu til vesturstrandarinnar, vakti þessi heim- sókn nýjan áhuga fyrir íslandi og ís- lenzkum málefnum. Meðan á heimsókn- inni stóð flykktust fslendingar að úr öllum áttum til að vera viðstaddir hinar ýmsu samkomur. Yfir 400 manns sátu heiðurssamsætið að Hótel Vancouver, til dæmis. Þessa merkisatburðar verður minnzt, svo lengi sem íslenzkur félags- skapur starfar. í nóvember var haldin samkoma og sýndi Mr. S. Sigurðsson og Mr. G. J. Helgason myndir frá komu forsetahjón- anna, einnig var sýnd myndin „Iceland on the Prairies“ og Mr. M. K. Sigurðs- son las upp kæði. Haldin var samkoma til heiðurs séra Robert Jack frá íslandi er var á ferð í Vancouver í nóvember og sagði hann fréttir frá landinu á samkomunni. Á árinu var íslenzk stúlka, Miss Bertha Hjaltason,_ kjörin „Drottning Norður- landa“ á miðsumarsskemmtun The Scandinavian Central Committee. Ritari félagsins, Mr. M. K. Sigurðsson, fór á vegum þess til Blaine og Victoria og heimsótti íslendinga búsetta þar og sýndi kvikmyndir frá íslandi og las upp kvæði. Það er einlægur vilji stjórnar félagsins að hafa nána samvinnu við önnur þjóðræknisfélög fslendinga hérna á vesturströndinni og skiptast á heim- sóknum við þau. Mr. Sigurðsson og forseti félagsins, Mr. Snorri Gunnarsson komu þessari starfsemi á fót og hyggja þeir á fleiri heimsóknir til fleiri félaga. Aðalfundur félagsins var haldinn um miðjan janúar þetta ár og fóru þar fram öll venjuleg aðalfundarstörf. Forseti félagsins, Mr. Snorri Gunnarsson, var endurkosinn með lófaklappi og þökkuð virðuleg framkoma fyrir hönd félagsins. Varaforseti var kosinn Mr. M. K. Sig- urðsson, ritari, Mr. Olgeir Gunnlaugs- son, vararitari Mrs. María Björnsson, gjaldkeri Mr. David Eggertsson, vara- gjaldkeri Mr. Oskar Howardsson og skjalavörður Mr. Óðinn Thornton. Hin nýkjörna stjórn lítur björtum augum á framtíðina og er þegar byrjuð af fullum krafti að skipuleggja starf- semina á þessu ári. Fyrsta skemmtunin verður Þorrablótið, sem haldið verður innan nokkurra daga. Félagið er búið að hleypa af stokkunum happdrætti til styrktar byggingu hins nýja elliheimilis. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að ganga í Skógræktarfélag fslands og greiða $10.00 ársgjald. M. K. Sigurðsson varaforseti O. Gunnlaugsson ritari. Flutningskona lagði til, að skýrslan yrði viðtekin. Margir studdu, og var til- lagan samþykkt. Frú Marja Björnson flutti þessu næst ársskýrslu þjóðræknisdeildarinnar „Aldan“ í Blaine, Wash. Ársskýsla þjóðræknisdeildarinnar „Aldan" Árið 1961 hefir þjóðræknisdeildin „Aldan“ í Blaine, Washington haldið fjóra starfsmálafundi og þrjá stjórnar- nefndarfundi. Þrjár almennar skemmti-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.