Heimilisritið - 01.07.1947, Page 17

Heimilisritið - 01.07.1947, Page 17
Frásaga um sanna atburSi, ejtir ALAN HYND JACK LÍKSKERI Hann myrti 20 stúlkur og það komst aldrei upp hver hann var WHITE CHAPEL-HVERFIÐ í London var á síðustu árum nítjándu aldar alræmt óþrifabæli. Það var ennfremur eittlhvert mesta lastabæli á yfiíborði jarðar. Illræð- ismenn, sem sólin skein aldrei á, læddust um í næturþokunni gegn- um krókótt stræti, sótuga garða og óþverraleg húsasund, þar sem ve- sælustu fátæklingar Lundúnaborg- ar áttu heima. Nóttina eftir páskadag, árið 1888, birtist á þessu leiksviði, of- urmenni úr heimi glæpanna. Eng- in lifandi sála, að honum sjálfum undaskildum, komst nokkru sinni að naifni hans, eða hvaðan hann kom, hvað honum gekk til að gera það sem hann gerði, eða í hvaða forgarði helvítis hann hafnaði eftir að hafa unnið sér frægðarsess í vistarverum glæpanna. Hann varð þekktur undir nafn- inu Jack líkskeri, pennanafn, sem hann, þótt undarlegt sé, tók sér sjálfur. í meira en 'hálfa öld hefur hann verið efni í margsögðum sög- um, sumum sönnum, öðrum byggð- um á ímyndun, svo að hann varð óhugnanlegt samband af sannleika og hugarburði. Hann hefur einnig öðlast sess í heimi bókmenntanna, því það var Jack líkskeri, sem varð söguhetjan í hinni hálfklassisku skelfingarsögu eftir Marie Belloc- Lourder, Leigjandinn, sem filmuð hefur verið oftar en einu sinni, m. a. með Laird Cregar í aðalhlut- verkinu. Þessa örlagaríku nótt, fyrir fimm- tíu og níu árum, var vagnstjóri í Whitechapel á heimleið seint um kvöl<J, þegar hann tók eftir lim- lestri og deyjandi konu úti fyrir vöruskemmu í Osbornestræti. Þetta var skuggaleg gata á þeim HEIMILISRITIÐ 15

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.