Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 28
þar sem flestir þjófanna komu frá hinum fjölmenna skara föru- manna, mátti það til sanns veg- ar færast, að yfirvöldin lifðu af betlurunum. Vissasti vegur til frama og kóngsins náðar var að hengja sem flesta misindismenn. Astandið hafði löngum verið slæmt á Vesturlandi og föru- mannaskararnir voru um skeið fjölmennari þar en víða annars- staðar. Gísli bóndi hafði ekki farið varhluta af ágengni föru- mannanna. Þeir höfðu oft knúið dyr hans. Hann útbjó voldugar læsingar á öll sín hús, því að hver er sjálfum sér næstur og ekki sízt þegar hart er í ári. Hann hafði litla löngun til þess að' auka skara betlaranna með sjálfum sér og konu sinni. Auð- vitað varð hann illa liðinn fyrir þetta, því að tal presta um að sýna kristilegan kærleika hafði haft áhrif á fólk, og margir álitu að þar sem Gísli og kona hans voru barnlaus og sæmilega stæð, hefðu þau skyldu til að víkja einhverju að nauðstöddum. Það var skylda hvers kristins manns, eins og það' líka var skylda að refsa þeim er ekki þekktu mis- muninn á mínu og þínu. Það var almannamál að Gísli væri alveg óvenjulega nískur... . Jú, það mátti ef til vill til sanns vegar færast, ef það er níska að vera gætinn og hugsa um það eitt að sjá sjálfum sér farborða. Á bæ sínum átti Gísli skemmu eina rammlega læsta, þar sem ekki einu sinni kona hans fékk leyfi til að koma. Það voru járn- stengur fyrir gluggakrílinu og hurðin var úr þykkri eik, svo að það var ekki heiglum hent að komast þangað' inn. Gísli vildi hafa skemmu sína fyrir sjálfan sig, og kona hans hafði ekki minnstu ástæðu til að álíta sig afskipta, því að hann hafði jafn- an látið hana fá allt sem hún þarfnaðist við búsýsluna. Mað- ur gat ekki farið fram á minna en að fá að hafa dálítinn laun- kofa út af fyrir sig, þar sem maður gæti verið í friði með hugsanir sínar. Gísli sat oft tím- unum saman í útibúri sínu. Stundum opnaði hann eina af hinum j'árnslegnu kistum, sem stóðu þar inni. Hann fór gæti- lega að öllu, rétt eins og hann væri þjófur í sínu eigin húsi, og gægðist rétt aðeins niður í kist- una. Það var svo sem enginn hé- gómi sem hann geymdi í kistum sínum; reyktir, þverhandar- þykkir magálar, hryggjarliðir, tólgarskildir, smjör, ostur og allt, sem nöfnum tjáir að nefna. Guð veri lofaður að maður átti eitthvað til og þurfti ekki að horfast í augu við hungurvofuna á degi hverjum! Það voru næg- ar áhyggjur aðrar. Enginn vissi 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.