Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 48

Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 48
skólameistarinn fengi skýrslu um það og merki yrði sett í ein- kannabókina mína. Hingað til hafði ég eingöngu lært, hvernig ég ætti að haga mér sem prins, og einhvern veginn fannst mér heppilegra að gangast undir vöndinn hjá skólameistaranum, heldur en hjá strákunum. Það' varð því úr, að ég laumaðist til herbergis míns og náði mér í hreina skyrtu úr kofforti mínu. Dómurinn. Eins og ég hafði óttast var nafn mitt sett á svarta listann næsta morgun, og ég var dæmd- ur til að hlaupa hringinn í kring- um hesthúsið, í frístundum mín- um næstu þrjá daga, með prik mikið, sem ég átti að halda fyr- ir aftan mig. Einu sinni tóku stóru strák- arnir mig og settu höfuðið á mér út um glugga á kennslustofu, en létu svo rúðurammann falla að hálsi mér, og þar sat ég fastur, þegar skólabræður mínir hlupu í raðir sínar til eftirlits og upp- talningar. Þetta var víst til að minna mig á, hvernig farið hafði fyrir Karli I. og bvernig brezkir þegn- ar færu með konungborið fólk, sem hagaði sér ekki sómasam- lega. Einhver heyrði óp mín og leysti mig úr prísundinni, og til allrar hamingju hékk höfuðið enn við búkinn. En þrátt fyrir þessar róttæku aðgerðir gegn mér, var 'líf mitt í Osborne ósköp líkt lífi annarra sjóliðsforingjaefna. Bekknum okkar var skipt í tvær vaktir, stjórnborðsvakt og bakborðsvakt. I stjórnborðs- vaktinni voru gáfnaljósin, en tossarnir í hinni. Við fylltum tvo svefnskála af tólf, sem hver fyrir sig var nefndur eftir.brezk- um flotaforingja. Minn svefn- skáli bar hið fræga nafn Ex- mouth, en ég hóf skólagöngu mína á bakborðsvakt nr. 3, mesta tossabekknum. Við vorum vaktir með lúðra- blæstri klukkan 6 að sumri og 6,30 að vetri, en skömmu síð'ar hljómaði bjalla ein mikil og við skriðum allir úr fletum okkar, lögðumst á hné og báðum morg- unbænir okkar. Vaktstjórinn á- kvað sjálfur þann tíma, sem Herrann átti að hlusta á bænir okkar. Enn einu sinni hljómaði bjallan, sem merki um, að við áttum að steypa okkur í ískalda sundlaugina við enda svefnskál- ans. Enn þann dag í dag þarf ég ekki annað en að' loka augunum til að sjá fyrir mér hóp af nökt- um stráklingum, sem reknir voru í laugina eins og fénaður, í fyrstu morgunskímunni. Til að byrja 46 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.