Heimilisritið - 01.12.1948, Blaðsíða 64
oeeflDiii
HVERNIG A AÐ
LEGGJA
LEIÐSLURNAR?
Þessi getraun er
upphaflega talin vera
komin frá Forn-
Grikkjum, þótt i
annarri mynd hafi
verið, en hér er sýnd.
Hingað til hefur eng-
inn getað ráðið hana,
svo vitað sé. Hér er
hún í nútíma-útgáfu, svohljóðandi:
Leggja á leiðslur frá þremur orkuverum,
þrjár leiðslur frá hverju í þrjú hús, og er
afstaðan eins og myndin sýnir. En vand-
inn við framkvæmd verksins er fólginn í
því, að éngar leiðslur mega snerta hverja
aðra og því síður krossleggjast. Með öðrum
orðum: Þrjú orkuver og þrjú íbúðarhús,
og frá hverju orkuveri á að leggja leiðslu
í hvert einstakt hús, án þess leiðslurnar
megi krossleggjast. — Getur þú leyst vand-
ann?
BRJÓSTNÁLIN.
Dag nokkurn stingur Gunna litla ódýrri
brjóstnál í trjástofn, 1.28 metra hátt frá
jarðveginum. Fyrsta árið á eftir óx tréð
62 sm og síðan helmingi minna á næstu
árum. Þegar Gunna litla kom aftur, að
fimm árum liðnum, fann hún tréð með
brjóstnálinni. Hversu hátt var nálin þá frá
jörðu?
62
M. A
SJONHENDING RÆÐUR
Hver af eftirfarandi — tíglinum, hringn-
um, eða strikinu sem tengir þá — eru
nákvæmlega jafnlöng? Auðvitað má ekki
mæla þau, heldur láta sjónhending ráða.
Svör á bla. 64.
HEIMILISRITIÐ