Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 18
svaramaður við brúðkaup henn-
ar og sem landsstjórafrú hefur
hún haldið dálitla hirð um sig í
París. En nú þrengist fjárhagur
hennar hröðum skrefum.
Samkvæmissalir hennar eru
sem gullroðin fátæktin. Kvöld
nokkurt verða gestirnir að bíða
eftir teinu til miðnættis — hús-
freyjan hafði gleymt því, að
borðbúnaðurinn hafði verið veð-
settur, og hún varð að fá lánað-
an borðbúnað. Hún reynir að sjá
sér farborða með pennanum,
Balzac hjálpar henni, og árang-
urinn verð'a hinar frægu endur-
minningar. I henni sér hann
stjörnuna frá Napoleons-tímun-
um, og þá stjörnu dýrkar Balzac,
en hún sér í honum hinn unga
snilling. Þau hafa margt sam-
eiginlegt, bæði dreymir þau um
óhemjulegan skyndigróða, sem
muni létta af þeim öllum pen-
ingasorgum. Hann gefur henni
skrauthýsi, sem ekki er til í
raunveruleikanum, og hún bygg-
ir stórt sveitasetur eftir eigin
teikningu, en gleymir, að til þess
að komizt verði upp á efri hæð-
ir hússins, þurfa að vera stigar í
því. Bæði berjast þau við ör-
birgðina, en vilja sýnast auðug.
Frá henni fær hann margar hug-
myndir og efni í skáldsögur sín-
ar frá Napoleons-tímunum, og
það er hún sem er fyrirmynd
hans í Þrítugu konunni.
í síðastnefndum róman lýsir
Balzac henni svo: „Sá tími var
liðinn, þegar hún klæddist fatn-
aði úr dýrasta silki, en hinn
glæsti líkamsvöxtur hennar og
dásamlegu hreyfingar breyttu
hinu fátæklegasta efni í skart-
klæðnað. Enginn lánardrottinn
hafði megnað að ræna hana hinu
fagra yfirbragði sínu, og sannar-
lega voru demantarnir, sem hún
prýddi kastaníubrúnt hár sitt
með, horfnir og í stað þeirra
komið Ijósrautt silkiband, en
samt sem áður bar hún silki-
borðann þannig, að allir gátu séð
að hún var drottningin“.
Madame de Abrantes endar
æviskeið sitt í fullkominni ör-
birgð, og þessi stjarna frá keis-
arahirð'inni slokknar að lokum á
fátækrahæli.
Fvrsti forleggiari Balzacs var
einnig kona, Madame Bectet.
Hún hélt veizlur og samkvæmi
til þess að vekja athvgli á hon-
um, en hann var kross allra
sinna forleggjara, sumnart
vegna feikarlegra fyrirfram-
greiðslna, sem hann stöðngt
krafðist, og sumpart vegna leið-
réttinga, sem han var alltaf að
gera á handritum sínum, og or-
sökuðu auðvitað margfaldan
prentunarkostnað. Hann fékk
fyrirframgreiðslur út á sögur,
sem hann hafði tæplega gerb sér
minnstu hugmynd um, hvernig
16
HEIMILISRITIÐ