Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 6
vamarlaus fyrir hugsuninni, og
ég þjáist af kvíða. Það sígur á
mig eitthvert mók. I gegnum
höfgann heyri ég, að byrjað er
að' leika nýtt lag í útvarpinu. —
Eg hrekk við, það er lagið henn-
ar. — Nei. Eg reyni að rífa mig
upp úr dofanum, en mér tekst
ekki að standa á fætur. Skyldi
ég hafa sofnað? Er þetta mar-
tröð? Eg klíp mig í kinnina. —
Nei, ég er ekki sofandi. Ég geri
enn eina tilraun til þess að rísa á
fætur, en mér tekst það ekki. —
Ég gefst upp, ligg kyrr og reyni
að hlusta ekki á lagið — að vísa
á bug hugsuninni — en árang-
urslaust. I>að er eins og tekið sé
í taumana, og ég get ekki annað'
en gefið hug minn frjálsan fyrir
hinum áleitnu hugsunum. Það
er ekki að sökum að spyrja,
hvaða hugsanir koma. Nú heyri
ég lagið betur en áður. Það er
eins og það síist inn í huga minn.
— 0g nú koma minningarnar —
hugsanirnar, hver á fætur ann-
arri. Og þó er þetta allt ein-
hvernveginn öðruvísi en áður.
Nú valda þær ekki eins miklum
sársauka, og nú eru þær miklu
skýrari og greinilegri. Ég sé allt
ljóst, hvert smáatriði, hvernig
hinn sorglegi atburður hefur
gerzt — og ég sé meira. Hugsan-
irnar koma hver á fætur ann-
arri. Þetta er lagið hennar, lagið'
okkar.
HÉRNA HAFÐI HÚN hvílt
við hlið mér, og ég hafði hvíslað
í eyra hennar öllu því fegursta,
sem ég átti til, en hún kyssti mig
og bað mig að vera hljóðan,
þangað til lagið væri búið. Það
var þetta lag. Og svo hlustuð-
um við bæði á lagið til enda, og
þá kyssti hún mig og sagðist
elska mig. Ég var óumræðilega
sæll og faðmaði hana að mér.
Við lágum þögul og hlustuðum
á lagið hennar, og öðru hverju
kysstumst við og vorum alsæl.
Stundum sögðum við eitthvað,
eitthvað' svo undurfagurt hvort
við annað.
Þetta var í þriðja skiptið, sem
við vorum saman frá því við
kynntumst, og í fyrsta sinn, sem
þú fórst ekki frá mér fyrr en um
morguninn, þegar ég þurfti að
fara í skólann og þú í vinnuna.
— Manstu það vinkona? Ég
elskaði þig og þú elskaðir mig.
Eftir þá nótt komstu oft til
mín og við hétum því að aldrei
skyldi neitt skilja okkur að. Um
leið og ég hefði lokið námi, ætl-
uðum við að gifta okkur og eign-
ast heimili og börn. Þú bauðst
mér heim til þín og ég kynntist
foreldrum þínum, yndislegu al-
þýðufólki. — Ég elskaði þig,
vinkona, meir en allt annað. Ég
var gerbreyttur maður, hættur
að drekka og sótti nú námið af
kappi, og hver stund leið í dýr-
4
HEIMILISRITIÐ