Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 33

Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 33
„Fyrirgefðu, að ég skyldi koma of seinnt, Jói. Fáðu mér þessa tösku. Nú, hérna er þá lögregluþjónn!“ Að svo mæltu sneri hann sér við og ætlaði að fara. Lögreglumaðurinn var snar í snúningum. Hann greip í háls- málið á Marteini og spurði, hvað’ hann ætti við. Mér var illt í höfðinu eftir höggið og af því að það hafði skollið á gagnstéttarbrúninni. Mér var öldungis fyrirmunað að búa til sennilega sögu og sagði því eins og satt var. En hinum þrekvaxna lögregluþjóni fannst lítið til um orð mín. Hann kvað'st vera í vafa um, hvort við Marteinn ættum frekar lieima í steininum eða á Kleppi, og sagðist myndi láta rannsaka það á lögreglustöðinni. SEM BETUR FÓR, lét nú Bella til sín taka og sagði lög- regluþjóninum, að í rauninni hefði ekkert komið fyrir, sem tali tæki, og að það væri sann- ast sagt mér að kenna eða þakka, að ræninginn hefði verið handtekinn. Lögreglumanninum féll allur ketill í eld við hina skörulegu ræðu Bellu. Hann lét sér nægja að skrifa hjá sér nöfn okkar og heimilisföng og hvarf að svo búnu á brott með fanga sinn. Marteinn var líka farinn leiðar sinnar, svo að ég var einn með Bellu. „Jæja, Jói“, sagði hún rólega. Eg fór að skýra henni frá málavöxtum, og það var enginn leikur. Það hefur aldrei verið mér, neinn hægarðleikur að skýra mál, og síður en svo var mér það í lófa lagið, þegar mig vantaði framtönn og varirnar á mér voru stokkbólgnar. En ég gerði eins og ég gat. Þegar ég hafði lokið máli mínu, leit Bella alvarlega á mig. I þeim svifum barst að eyrum mínum einkennilegt hljóð, og ég hélt, að hún væri að gráta. En það var nú eitthvað annað — hún hló, svo að' tárin runnu nið- ur eftir kinnunum á henni. „Jói“, sagði hún, ég held, hvað sem öðru líður, að ég verði að giftast þér, því að þú þarfnast sannarlega einhvers, til að gæta bín". endib I jámbrautarlest „Hjarað mitt, ef ég hefði vitað, hvað Jiessi jarðgöng voru löng, hefði ég kysst þig". „Guð minn bllður! Varst það ekki þú?‘ HEIMILISRITIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.