Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 19
ættu að vera, og jafnvel þótt vinnuþrek hans væri með af- brigð'um, þá var honum ómögu- legt að halda öll loforð sín. Einu sinni stefnd'i hún honum fyrir dómstólana, og um það skrifar hann á þessa leið, í bréfi: „Á tveimur árum hefur þessi kona fengið tíu bindi í átta blaða broti, og svo sendir hún lögregl- una eftir mér, sökum þess að hún hefur ekki fengið tólf“. Undir þvingun Madame Bectet og laganna, skrifar hann fyrsta bindið af Les illusions perdues, á tíu dögum. Onnur kona, sem hann naum- ast elskaði, en hefur sat sem áð- ur haft mikil áhrif á líf hans og starf, var George Sand. Þau voru oft í heimsóknum hvort hjá öðru, fóru yfir handirit hvors annars, og hjálpuðust að. Bæði hafa þau sannað, að hjá hvor- ugu varð vart við nokkuð, sem kallast gæti kollega-níð. Þau áttu það til, að gagnrýna hvort annað, stríða hvort öðru, en allt- af gladdist annað þeiri’a yfir sigrum hins. Þegar hann hafði gengið upp hina mörgu stiga, sem lágu upp í íbúð hennar, hitti hann hana gjarnan reykjandi vindil. Venja hennar var, eins og hans, að vinna á næturnar. Hún gekk til hvílu klukkan sjö á morgnana og fór á fætur um hádegið, en hann fór að' sofa klukkan sjö á kvöldin og á fætur um miðnætt- ið. Þegar Balzac var í sem mest- um fjárhagsvandræðum, og for- leggjarinn vildi ekki greiða hon- um meira fyrirfram eða vildi ekki gefa meira út eftir hann það árið, setti hún oft nafn sitt á handrit hans og bjargaði hon- um þannig úr klípunni í það skiptið. Hún segir frá því, að kvöld nokkurt hafi þau borðað saman, heima hjá Balzac, og að máltíð- in hafi aðeins verið kindakjöt og kál og dálítið af kampavíni með. Balzac þjáðist að staðaldri af söfnunaræði, og eins á stóð safnaði hann nú vestum. ITann átti þá 250 vesti í allt. En sér- staklega hélt hann mikið upp á stórmynztraðan silkislopp, sem hann átti, og í honum, yztum kæða, fylgdi hann henni heim, eftir dimmum götum stórborg- arinnar, og hélt á tendruð'um kertastjaka alla leiðina. George Sand ætlaði sér að skrifa bók um Balzac, en kom því aldrei í verk. Aftur á móti skrifaði hún, rétt eftir dauða hans, hinn kunna formála sinn að La comedie humaine. Balzac tileinkaði henni róman sinn, Endurminningar tveggja nýgijtra, en hann vitn- ar um takmarkalausa vináttu og hollustu. Dag nokkurn ber það við, að HEIMILISRITIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.