Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 30
hjónabandinu. Að sjálfsögðu vilja þær ekki giftast ruddaleg- um slánum, en eiginmaðurinn verður hinsvegar að vera þess umkominn að taka að sér for- ystuna, þegar vanda ber að höndum. Þótt hann sé hvers- dagsgæfur og prúður í um- gengni, nægir það ekki. Þegar á bjátar verður hann að sýna, að hann sé fær um að ráða fram úr vandanum“. Eg gat ekki þrætt fyrir, að hún hafði mikið til síns máls. Ég hef aldrei talist til sterku mann- anna, eða þeirra, sem ráðin höfðu. Eg þekkti vel þá mann- tegund. Þegar í skólanum voru það ákveðnir strákar, sem höfðu forystuna í öllum strákapörum og hundsuðu alla aðra, ef þeim bauð svo við að horfa. Það var aðeins vegna þess, að þeir voru búnir þeim merkilega hæfileika að' geta tranað sér fram og sagt öðrum fyrir verkum. Ég hef aldr- ei haft aðra að fótaþurrku, nema þá hann Martein héra, og það ekki svo að tali taki. Marteinn var enginn vesaling- ur, en hann reyndi alltaf að forðast að lenda í slag, ef hann var hræddur um að verða und- ir, lét heldur undan og gerði eins og honum var sagt. Ef leika átti á einhvern kennarann, var Marteini venjulegast falið að framkvæma hættulegasta hluta verksins, og ekki þurfti að efa, að Marteinn framkvæmdi þær fyrirskipanir, sem honum voru gefnar, út í æsar. Hann gat bara aldrei látið sér detta neitt í hug sjálfum. Strax fyrsta daginn, sem við vorum í skólanum, hlaut hann héranafnið, og það nafn hæfði honum vel. Hérinn er nú tannlæknir bæj- arbúa, og með okkur hófst brátt góð vinátta. Honum var vel til mín vegna þess að ég lék hann ekki eins grátt og ódælli strák- arnir. Og mér var vel við Mart- ein vegna þess að gagnvart hon- um fann ég til styrkleika míns og gat farið með hann eins og mér sýndist. EN ÉG ÆTLAÐI að segja ykkur frá Bellu. Bella er merkileg stúlka. Hún er grönn og björt, og ég hef aldr- ei séð jafnstór blá augu í nokk- urri annarri manneskju. Mér finnst mér í lófa lagið að vera allt í öllu, þegar við erum sam- an, en þó er það svo, að hún sér um allt, sem sjá þarf um. Bella er gjaldkeri hjá stærðar- fyrirtæki, og á hverjum föstu- degi sækir hún margar þúsundir króna í bankann; það eru laun- verkamannanna. Ég hef oft set- ið um hana, þegar hún hefur komið gangandi með litlu, svörtu töskuna undir hendinni. 28 HEIMILISSITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.