Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 20
hann fær eldheitt bréf frá konu,
sem skrifar það undir dulnefni.
Það er um bók hans Sálfrœðí
hjónabandsins. Bréfið hrífur
hann, og hann svarar. Þetta
leiðir til frekari bréfaviðskipta.
Einn góðan veðurdag afhjúpar
konan sig, og það kemur í ljós að
hér er um að ræða, hvorki meira
né minna^, en hertogaynjuna yfir
Costrie. Hún er víðkunn fyrir
fegurð, andríki og auðlegð. Og
það þykir mikill heiður að vera
gestur í samkvæmum hennar,
því að þangað eru aðeins fáir
velkomnir. Balzac er boðið ftil
kvöldverðar á heimili hennar,
og hann verður upp með sér og
hamingjusamur. Hingað til hef-
ur hann orðið að láta sér nægja
að umgangast ný-aðalinn, sem
átti tilveru sína Napoleon að
þakka, en hér er hertogaynja,
sem getur rakið aðalsuppruna
sinn mörg hundruð ár aftur í
tímann, og sem þar að auki á
heima í Faubourg St. Germain.
En hann verður alveg ringlaður
þegar hún býður honum að
fylgja sér á baðstaðina í Aix. Nú
finnst honum hann dvelja í
paradís, en lengi stendur sælan
ekki, aðeins einn mánuð. En á
þessum mánuði tekst henni
samt að deyfa Napoleonshrifn-
ingu hans, hann gerist stjórnar-
sinni og býður sig fram í mörg-
um kjördæmum, en fellur því
miður allsstaðar. Svo snýr hann
aleinn aftur og færir ævintýrið
samstundis yfir í rómaninn Her-
togaynjan yfir Langeais, þar
sem hann lýsir henni sem þeirri,
er aðeins lifir til þess að' leika
sér að’ karlmönnunum. Hún
hefnir sín með því að kaupa
enska konu til þess að skrifa
lionum brennandi ástarbréf, og
Balzac samþykkir loks að eiga
stefnumót við hana í Boulogne-
skóginum. Þegar þau hittast,
hefur hún slæðu fyrir andlitinu.
Þegar hún afhjúpar svo and-
litið, sýnir það sig, að hún er
görnul og svo ljót, að Balzac
verður þrumu lostinn. I grennd-
inni bíður vagn, og í gegnum
vagngluggann gægist höfuð', sem
ekki er aldeilis mjög anguryært.
Og nú komum við að lokum
að þeirri konu, sem eiginlega
varð örlög Balzacs.
Hann er þrjátíu og tveggja
ára, þegar hann fær bréf, sem
er skrifað lengst austur í Ukra-
inu, og ^undirritað „Útlending-
ur“. Aftur var hér um að ræða
hrifningu yfir Sálfræði hjóna-
bandsins, og enn hefjast spenn-
andi bréfaviðskipti. Þetta er áð-
ur en farið er að taka ljósmynd-
ir. Það er andi bréfanna, sem
fær hvort um sig til þess að'
mynda sér skoðanir um útlit
hins. Og að lokum fellst hún á
að hitta hann í Neuchatel.
18
HEIMILISRITIÐ