Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 29
Bclla rak upp óp, og þá larjði crj til atlögu
Fjörleg og gaman-
söm smásaga um
unga, mjög sjálf-
stœða stúlku og
óheppnet biðilinn
hennar
Röska stúlkan
eftir CHARLES SOLOMON
ÉG VEIT EKKI, hve oft ég
hef beðið Bellu — það' er orðið
æði oft — en árangurinn hefur
aldrei orðið neinn. Enginn skyldi
samt halda, að henni væri í nöp
við mig, en það er bersýnilegt,
að henni lízt ekki vel á mig sem
tilvonandi eiginmann.
„Nei, Jói“, sagði hún, seinast
þegar ég reyndi við hana. „Það
myndi ekki fara vel. Mér þykir
ósköp vænt um þig, en sá mað-
ur, sem ég gæti hugsað mér að
giftast, verður að vera sannar-
legt karlmenni, ég vona að þú
skiljir hvað ég á við, stór og
sterkur og allt það, og ég býst
ekki við að þú hafir það álit á
sjálfum þér, hvað þá aðrir“.
„Nei“, svaraði ég, „það er
víst satt og rétt, en ég get svo
sem farið að koma dálítið karl-
mannlega fram, ef þú vilt það“.
„Nei, það er ekki til neins“,
svaraði hún óþolinmóð. „Þú
átt að vera eins og þú ert, en
fara ekki að leika neinn skrípa-
leik til að þóknast mér. Það
skiptir engu máli hvað sumar
konur segja, en ég er viss um,
að engin þeirra æskir þess, að
verða manninum yfirsterkari í
HEIMILISRITIÐ
27