Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 21

Heimilisritið - 01.11.1949, Síða 21
Hún hefur nú sagt honum sitt raunverulega Jiafn. Hún heitir greifaynja Hanska, og er gift pólskum jarðeiganda, sem er miklu eldri heldur en hún. Sjálf er hún þrítug, tilheyrir pólska háaðlinum, hún er meira að segja fjarskyld hinni pólsk- fæddu drottningu Lúðvíks XV. Lað er eitthvað fyrir Balzac! Hann segir svo frá sjálfur, að á ferðalaginu til Sviss, hafi hon- um verið innanbrjósts eins og þeim, sem lengi hefur fálmað sig áfram í myrkrinu, en sé nú á leiðinni í áttina til sólarupp- komunnar. I hjarta sínu ber hann enn ógróin sár eftir samband sitt við' hertogaynjuna af Costrie. Skuld- ir hans eru alltaf jafn þvingandi. Hann er utan við sig og þreytt- ur og finnst hann vera sjúkur. Hann hefur nýlega beðið ríkrar stúlku, Mademoiselle Trumille, og verið hryggbrotinn. Og nú — nú eygir hann björgunina. Greifaynja Hanska átti sam- kvæmt fyrirfram gerðu sam- komulagi að sitja á bekk við vatnið, á fastákveðnum degi og klukkutíma, með rauða rósa í barminum og einn rómana hans í hendinni. Þetta er um vorið, og þarna kemur hinn frægi rithöf- undur, en — getur þetta verið hann? Hann er lítill, digur, ryk- ugur, húðin er gul-leit, hið' dökka hár hangir í sveittum flyksum niður á herðar. En augun heilla, brúnu augun leiftra sem eld- fjallabjarmi. Þau dáleiða. Þau þvinga sérhvern til uppgjafar. Og hann — fyrir framan sig sér hann granna, svarthærða og föla konu í hvítum búningi, hið smáa andlit er ekki beinlínis reglulegt, en augun eru stór, dimrn og dreymandi. Þótt eiginmaðurinn hafi fylgst með henni til Neuchatel, fá þau þó, greifaynjan og Balzac, tæki- færi til samfunda á hverjum degi. Það kemur brátt í ljós, að hún‘ er ekki síður andrík en stéttarsystur hennar heim í Frakklandi, en _ hún býr yfir dýpri þekkingu, er öruggari og raunhæfari. Fyrst og síðast er hún aðdáandi snilli hans. Balzac gefur sig nú fullkomlega á vald hennar, og er þræll hennar upp frá því. Þegar þau skiljast, gefur hún honum hring, sem hann ber sem verndargrip til dauðadags, og hann snýr aftur til Parísar og vinnu sinnar, með' hugann full- an af djarflegum draumum um til hvers þetta ævintýri geti leitt. Upp frá þessu kallar hann hana Pólstjörnuna, í bréfum sín- um, og skrifar sjáfan sig Hono- reski, þegar hann undirritar þau. Nokkru síðar fær hann grun HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.