Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 46
Mona er hið mesta tryggða-
tröll.
Við vorum mjög hamingju-
söm. Svo hamingjusamur var
ég, að umhugsunin um peninga-
pakkana lét mig í friði annað
slagið.
En svo komu draumarnir um
þá, eða martröð' réttara sagt. Eg
þorði ekki að segja Monu frá
þessu. Hún er svo góð og laus
við ágirnd. Hún hefði veikst ef
hún hefði komist að því, hve
illa mér leið vegna þessara pen-
inga.
Ég varð oft andvaka um
nætur. Mona spurði mig ekki
hverju það sætti. Hún horfði á
mig bláum, fögrum ástaraug-
augum. I sál hennar urðu ekki
svik né lýgi, eða annað ljótt,
fundið.
Svo kom ég dag nokkurn að
máli við Monu og kvaðst hafa
í hyggju að fara að heiman um
tíma.
Mona horfði forviða á mig og
mælti:
„Ertu orðinn leiður á mér,
Mac?“
„Nei, Mona. Það sver ég“,
svaraði ég. Eg sagði henni ekki
að ég hefði ráðist á skip, sem
átti að sigla til Honolulu. Ég
sagði henni heldur ekki, að ég
færi þessa ferð til þess að leita
að peningum, sem fólgnir væru
í jörð. Ég gat ekki komið mér
að því að segja Monu frá
þessu.
ÉG VAR kominn til Corregi-
dor. Omurlegar endurminning-
ar komu upp í hugann. Þarna er
staðurinn, sem kapteinninn féll
á. Hann dó með hughreystandi
orð á vörum. Þarna er brúin,
sem við urðum að yfirgefa, þó
að fimmtíu helsærðir félagar
lægju þar. Og þarna er merki-
stöngin.
Tuttugu metrum nær ökrun-
um áttu peningarnir að vera
fólgnir. Svo var steinninn. Jú.
Þarna voru nokkrir mosavaxnir
steinar. Og dálítinn spöl frá þeim
var risavaxið Eucalyptustré.
Það var eins og köldu vatni
væri skvett á mig. Tréð var olt-
ið um koll. Sprengja hafði hitt
það. Og svæðið umhverfis það
var allt tætt í sundur.
Ég hafði falið litla reku undir
jakkanum. Ég fór að naoka og
grafa. Stundum notaði ég berar
hendurnar. Ég litaðist um. Eng-
inn maður var sjáanlegur.
Dauður maður lá undir trénu.
Vitanlega óþekkjaniegur. En ég
fann merkið á hermannabúningi
hans. Þetta var Jim Rogers fé-
lagi Sarrows.
Hvað hafði Rogers verið að
gera þarna? Vafalaust ætlað að
sækja peningana og féfletta
Sarrow. En sprengja hafði drep-
44
HEIMILISRITIÐ