Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 5
þau voru öll samankomin. Þá
hrökk ég við og hafði ef til vill
lesið heila síð'u án þess að vita,
um hvað hún fjallað'i. Þegar
þetta hafði endurtekið sig
nokkrum sinnum, skellti ég
bókinni aftur og þeytti henni
frá mér.^ En það endurtók sig
hvert kvöld sem ég var heima.
A daginn bar ekkert á þessu.
Að vísu hvarflaði hugurinn við
og við að því sama, en starfið,
fólkið og allur ysinn og þvsinn,
drekktu því, og ýmislegt annað
rak þessa hugsun á bug. En
kvöldin voru hræðileg. Þá var
allt kyrrt og hljótt. Þá var sama
livað ég gerði. Ef ég var heima
dugði ekkert. Ég gat ekki flúið
hugsunina, þegar ég var alls-
gáður heima í herberginu mínu.
Helzta ráðið var því að fara í
kvikmyndahús — eða þá að
drekka mig fullan.
Fyrst eftir hið hræðilega
kvöld, þegar hún kom, drakk ég
mjög mikið, alltof mikið. — En
ég vissi, að' ef ég átti eitthvað
að verða, mátti ég ekki drekka.
Eg reyndi því að forðast það
eins og ég mögulega gat, og það
var ekki svo erfitt, því að sál-
arkvalirnar komu ekki fyrr en
búið var að loka vínbúðinni.
Ég fleygði mér upp í legu-
bekkinn og reyndi að vísu hugs-
ununum á bug, en árangurs-
laust. Það var eins og ég hefðj
aldrei verið ásóttur eins og em-
mitt í kvöld. Og ekki nóg með
það. Mér fannst eins og ég væri
ekki vel með sjálfum mér. Ég
fann eitthvað undarlegt magn-
ast hið innra með mér, en ég gat
ekki gert mér grein fyrir hvað
það eiginlega var. Ég teygði út
höndina, slökkti ljósið á borð-
lampanum mínum og lagði aft-
ur augun. Ég ætlaði að reyna
að' sofna og komast þannig und-
an hugsuninni, en eftir skamma
stund spratt ég á fætur aftur. Öll
smáatriðin höfðu komið enn á
nú, hvert á fætur öðru, og aldr-
ei eins ljóst og nú. Mér veittist
erfitt að rífa mig frá þeim.
— Þetta gengur ékki! Eg opnaði
útvarpstækið og lagðist upp á
legubekkinn aftur, og kveikti
aftur á litla ljósinu á borðlamp-
anum mínum. — Það var hljóm-
list í útvarpinu, lagið á enda. —
Örlítið hlé, einhver einkennileg-
ur höfgi sveif á mig, það var ró
og friður. Mér líð'ur mikið bet-
ur. Það var eins og hugurinn
lyftist, og ég er eiginlega róleg-
ur og þó er einhver kvíði, ein-
hver óró undir, en þó öðruvísi en
áður.
Ég finn, að hugsunin kemur
að mér aftur, ég reyni að berj-
ast á móti henni, ég vil njóta
þessa friðar, sem kominn er yf-
ir mig, en ég er eins og sviptur
allri mótstöðu, ég er gersamlega
HEIMILISRITIÐ
3