Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 61
hafði ekki óskað að eignast barn. Þegar Fergus kom út úr lyftunni á tíundu hæð, greip.ungur maður í hand- legg hans. Óskapleg hræðsla skein úr andliti mannsins. „Wyatt læknir, hún hefur voðalegar kvalir. Hjálpið þér henni, hjálpið þér henni með einhverju móti!“ Hjúkrunarkonan, sem sat við borð- ið, leit upp og sagði: „Dunstan er mjög órólegur, læknir“ „Guð minn góður, konan mín þjáist hræðilega, og svo eruð þér undrandi á, að ég skuli vera órólegur!“ sagði Phelps Dunstan og var æstur. „Ég fer undir eins inn til frú Dun- stan“, sagði Fergus. Ljósmóðir, læknirinn, sem átti að deyfa og móðir frú Dunstan voru inni hjá henni. Bersýnilega hafði verið gert það, sem hægt var. Sjúklingurinn lá eirðarlaus í háu rúminu. Hún hafði ver- ið færð í náttkjól, eins og fyrirskipað var í spítalareglunum. Fergus gat ekki að sér gert að brosa ofurlítið að því, að jafnvel í þessum þjáningum hafði hún haft ’-ænu á að skreyta sig. Hún var með tvo bláa borða í ljósu hárinu. ..,Ef þetta er þessi nýja, þjáningar- lausa fæðing Brittons, má ég þá heldur biðja um það eins og það var á miðöld- um“, sagði móðir hennar fram úr hófi æst. Nathalia stundi hátt og stöðugt, þeg- ar hríðirnar byrjuðu aftur. Fergus leit á úrið og tók tímann. „Ég verð víst að biðja yður að gera svo vel að fara fram núna“, sagði hjúkr- unarkonan í meðaumkunartón. „Þér getið komið inn aftur eftir stutta stund“. „Nathalia, elsku barnið mitt, vilt þú að mamma þín fari fram?“ En Nathalia svaraði ekki. Það var ekki auðvelt að gera sér í hugarlund, að þessi kona væri móðir ungu konunnar, sem lá í rúm:nu, svo unglegri hafði henni tekizt að halda sér. Hún varð að fara fram, þó að henni væri það nauðugt. Hjúkrunarkonan lokaði hægt á eftir henni. Chard læknir var á líkum aldri og Fergus. Hann var áhyggjufullur á svip. „Sagði Britton læknir yðuv að gera nokkrar sérstakar ráðstafanir?" spurði Fergus. „Hvenær fæ ég grænu pillurnar, sem ég hef heyrt svo mikið talað um?“ spurði frú Dunstan. „Ég hef ekkert fengið ennþá". Fergus brosti til að róa hana og sagði: „Þér komið til með að fá allt, sem þér þurfið, frú Dunstan, en munið það, að engir tveir sjúklingar eru eins“. „Og sprauturnar", sagði hún kjökr- andi. „Allar vinkonur mínar, sem haft: átt börn, hafa talað um sprautumar". „Þetta kemur allt á sínum tíma", svaraði Fergus. Honum var ljóst, ?.ð núna — jafnvel frekar en nokkurn tíma áður — var nauðsynlegt að kunna að haga sér eins og góðum lækni sómdi. Læknarnir horfðu íbyggnir hvor á ann- an. „Við verðum að biðja yður að harka dálítið af yður ennþá, frú Dunstan". Hún veinaði, það var bæði af sárs- auka og reiði. í þetta skipti tók Chard tímann, en Fergus hélt í hönd hennar. „Ég veit vel, að það er ekki auðvelt að standa í þessu“, varð honum að orði, „en þér verðið að reyna að þrauka dá- 59 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.