Heimilisritið - 01.11.1949, Page 55

Heimilisritið - 01.11.1949, Page 55
„Horfið þér nokkurn tíma yfir far- inn veg?“ spurði Allison, því að hún var allt í einu orðin forvitin. „Ég gerði það í mörg ár, en nú er eins og mig hafi dreymt það allt“. Elísabet Wyatt var eflaust borin til stærra hlutverks. Allison gat alls ekki skilið, hvers vegna örlögin höfðu ekki unnt henni þess drottningarsætis, sem hún virtist fædd til. „Mér hættir til að trúa því, að Wyatt hefði haldið áfram og með einhverjum ráðum orðið ofan á, ef ég hefði ekki verið með í spilinu“. Allison beið þögul, því að henni lék mjög hugur á að heyra meira um þessi mál. „Lítilfjörleg atvik geta haft mikil á- hrif á líf margra — ég geri ekki ráð fyrir, að það, sem hent hefur okkur hjónin, sé neitt einstakt“. Hún hikaði, en sagði síðan: „Ég veit í raun og veru ekki, Allison, hvers vegna ég segi þér þetta allt. Ég hef aldrei talað um þetta við neinn“. Allison þagði. Hún hefði næstum getað heyrt sinn eigin hjartslátt. Og þegar frú Wyatt hélt áfram, brutust orð hennar fram eins og á í leysingum og það var eins og veggir Htlu fátæk- legu stofunnar hyrfu. í stað þess sá hún sem í sýn dagstofuna á Castle Cliff haustkvöld eitt. „Erfiðleikarnir höfðu þá þegar staðið yfir í nokkurn tíma", hélt læknisfrúin áfram, rólegri röddu, „en ég hafði ekki hugmynd um það. Ég vissi þá ekki neitt um áhyggjur mannsins míns. Ég hafði börnin mín fjögur að hugsa um. Fergus var þá mjög lítil, og drenginn, sem ég missá skömmu síðar, var aðeins sex ára. James átti að vera kominn í skóla, en læknirinn kyrrsetti hann á síð- ustu stundu, sagði, að hann yrði að bíða til næsta árs. Börnin, húsið, þjónustu- fólkið — um þetta snerist öll mín hugs- un. Ég æfði mig fjórum sinnum á dag á píanóið sem hafði verið svo erfitt að koma upp á hæðina". „Ekki hafði ég hugmynd um, að þér lékuð á hljóðfæri", sagði Allison undr- andi. . „Ég hef ekki gert það í tuttugu og fimm ár“. „En hvers vegna — hvers vegna haf- ið þér ekki gert það? Lékuð þér eins vel og Amy, áður en hún .. „Svo var sagt — því var haldið fram, að ég myndi geta átt mikla framtíð sem píanóleikari. Ég hef aldrei verið al- veg viss um, að Lcopold hafi álitið það i’ raun og veru — hann elskaði mig ...“ „Leopold. Var hann ekki mjög fræg- ur? Við lásum um hann í skólanum”. „Hann var eins frægur þá og Sto- kowski er nú. Hann var hjá okkur vet- urinn 1916, eftir taugaáfall, sem hann fékk á hljómleikaferð. Hann lék á hverj- um degi fyrir mig, eftir að hann tók að hressast. Hann var nógu heilbrigður til að fara af heilsuhælinu löngu áður en hann fór“. „Og lékuð þér líka fyrir hann?“ hvíslaði Allison. „Það var mikið um hljómlist hjá okkur þennan vetur. Ég hef alltaf heyrt þá hljómlist síðar, þegar ég hef séð snjó eða ís. Þá minnist ég þessa alls — ég sé höfuðhreyfingar Leopolds, hend- urnar hamra á nótunum, ég finn kuld- ann, sem var úti fyrir og eldinn á am- inum, sem Iýsti í hálfrökkrinu. Þessar HEIMILISRITIÐ 93

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.