Heimilisritið - 01.11.1949, Blaðsíða 58
án mín, hugsaði hún, er hún hljóp heim
til sín. Það hafði rignt, meðan hún var
hjá frú Wyatt. Nú var stytt upp og
loftið var dásamlega hreint.
„Ég vissi þetta fyrir löngu“, hugsaði
hún. Ég hef beðið eftir þessari stundu,
en ekki búizt við henni svona fljótt. En
það var sama, hvenær þetta skeði — það
var ekkert léttara að þola það í júní
eða ágúst en núna í apríl.
Hcnni hafði aldrei fundizt hún vera
eins einmana og þegar hún gekk upp
tröppurnar heima hjá sér.
„EN SETJUM nú svo, já, setjum
nú svo, að ég hafi enga löngun til að
fara á vcðreiðarnar í Belmont á mánu-
daginn“.
Marcia hló einungis að honum.
„Ég tek afsökun gilda, ef þú færð
barn fyrir þann tíma, annars ekki“.
„Ég hef aldrci á ævi minni horft á
kappreiðar“, sagði hann.
„Þá er tími til kominn að þú gerir
það. Ó, Fergus, þú hefur farið svo mik-
ils á mis. Láttu mig nú sýna þér, hvem-
ig hægt er að skemmta sér verulega
vcl! Við borðum þar, og ég hef með
mér fína, þýzka kíkinn hans pabba
handa þér — og þú kemst fljótt að
raun um, hve spennandi þetta cr. Ég
ábyrgist, að þú skemmtir þér prýðilega.
Það er ekki hxgt annað“.
„Ég er ef til vill ómóttækilegri fyrir
spenningi en ég lít út fyrir að vera“,
sagði hann dálítið kaldranalega.
Hún tyllti sér á tá og kyssti hann
á munninn. Það var henni líkt. Henni
var aveg sama, þótt fólk kæmi að þcim
og sæi hana gera þetta. Hún var ger-
sneydd allri feimni.
„Ertu ómóttækilegur ennþá?“ spurði
hún hlæjandi, þegar hann þrýsti henni
að sér.
„Óvætturinn þinn!“ sagði hann og
kyssti hana.
„Spítalinn er þarna langt í austri",
sagði hann og benti þangað.
„Spítalinn!" Hún hló aftur. „Þú ert
undarlegur, Fergus. Geturðu aldrei hætt
að hugsa um þennan spítala? Heldur
þú, að mig langi til að hugsa um hann
í kvöld?“
„Nei, ég þykist vita, að þig langi
ekki til þess“. Hann leit niður á and-
lit hennar og hann gat ekki orðið reið-
ur henni. Hún skildi auðvitað ekki, hve
þessi stóri spítali, þessi iðandi heimur
sjúkra, þeirra, sem voru á batavegi og
þeirra, sem voru að deyja, var nátengd-
ur honum.
Þetta átti að vcra skemmtikvöld í
tilefni af því, að skrautlegasti þakgarð-
ur í Manhattan var opnaður.
„Það er eitthvað varið í þessa hljóm-
sveit, drengur minn“, sagði hún, þegar
aftur heyrðist í hljómsveitinni.
„Viltu dansa?“
„Rétt bráðum. Mér finnst svo yndis-
legt héma, en þér?“
„Alltof dásamlegt", sagði hann.
Fergusi fannst það fíflaskapur, að
hann var enn ekki búinn að dansa nema
nokkur spor við Marciu, þegar einhver
ungi maðurinn kom og bauð henni í
dans. En hún sagði, að það væri bara
af því, að það væri í fyrsta skipti í vet-
ur, sem hún tæki þátt í slíkum skemmt-
unum. Annars myndi hún ekki vera
svona eftirsótt. Og hún gerði sér enga
von um, að áframhald yrði á því.
„Og auk þess“, bætti hún við hugs-
3B
HBIMILI3RITIÐ