Heimilisritið - 15.06.1952, Blaðsíða 10
vill hefði hún laumazt í land hér
á eynni, og kerlingin var ákveð-
in í, að henni skyldi refsað, ef
svo væri. Þetta var opinber
kæra, svo ég varð að fara af
stað og rannsaka málið.“
„Þú getur verið yiss um, að
falleg stúlka hefði ekki getað
dvalið hér á þessum litla bletti
vikum saman, án þess ég yrði
þess var. En það er líka satt.
Ég hafði næstum gleymt einu,
sem ef til vill gæti orðið til skýr-
ingar.“
Hann gekk inn í svefnherberg-
ið og sótti töskuna. „Þetta rak
hér á land. Hún var læst og ég
hef geymt hana eins og hún var,
þar til ég gæti fengið þér hana.
Þú sérð, að það stendur „Orin-
oco“ á nafnmiðanum.“
Brownhill hafði mikinn áhuga
á töskunni. Hann tók hníf og
stakk upp lásinn. Heilmikið af
gimsteinum og seðlabunki komu
í ljós. Brownhill hrukkaði ennið,
og Luke lézt verða mjög hissa.
„Kerlingin er heppin,“ sagði
Brownhill. „Allt, sem telpan tók,
liggur hér og verður komið til
skila. Þú hefur ekki séð neitt
annað reka á land? Stúlkuna til
dæmis?“
„Nei, guði sé lof,“ sagði Luke
með hrolli.
„Vesalings stúlkan! Jæja, ég
verð víst að fara, því ég þarf
að komast til Tuka fyrir kvöld-
ið. Ég hef á mínum snærum
morðingja, sem fær að dingla
fyrir minna en það, sem kerl-
ingin hefur gert af sér.“ Hann
lokaði töskunni og stóð upp.
„Nei, þú þarft ekki að fylgja
mér, Luke, og nú þarf ég ekki
að hafa áhyggjur út af þér í
langan tíma.“
„Vertu blessaður, Bill!“ Luke
langaði til að losna yið hann sem
fyrst. Allt í einu stanzaði
Brownhill. „Nei, sei, sei,“ sagði
hann. „þið einbúarnir finnið
upp á ýmsu skrítnu. Ég vissi
ekki, að þú hefðir svona mikinn
áhuga á fegrunarsnyrtingu.11
Hann tók upp púðurkvasta og
lét hann detta aftur. Hann depl-
aði öðru auganu eins og hani.
Hægt og virðulega gekk hann
síðan niður þrepin og blístraði
f jörugt lag fyrir munni sér. *
*
ÞEIR SÖGÐU UM SKÖLA
OG KENNSLU:
Fólki skyldi kennt svo sem ckki vxri
verið að kenna því! — (Pope).
•
Frxðsla almennings ætti að vera fyrsta
skylda ríkisstjórnarinnar. — (Napoleon)
*
Enginn getur kennt aðdáanlega nema
hann elski atvinnu sína. — (Alcott).
3
HEIMILISRITIÐ