Heimilisritið - 15.06.1952, Qupperneq 24
væri afbrýðisöm, en hann stillti
sig. Stúlka, seni var til fara eins
og fjósamaður, og myndi sjálf-
sagt verða svipuð íjósamanni í
baðfötum, myndi bara móðgast
ef hann léti sér slíkt um munn
fara. Hann vildi ekki særa hana.
„Þér eruð á þeim aldrinum,
þegar menn eru sérlega lirif-
næmir", sagði Nancy.
„Nei, alls ekki“, mótmælti
Jerry. „En það er sjálfsagt eng-
in synd, þótt manni þyki gam-
an að sjá laglega stúlku í snotr-
um baðfötum. Það eru margar
stúlkur, sem......“
„Þessi athugasemd er alveg
óþörf“, tók hún fram í fyrir lion-
um. „Eg veit vel, að þær stúlk-
ur eru til, sem eru eins og fugla-
hræður í baðfötum, en þar fyrir
er engin ástæða til að hafa í
frammi brigzlyrði um fólk“.
„Eg hafði yður hreint ekki í
huga“, flýtti Jerry sér að segja.
„Nei, það hvarflaði heldur
ekki að mér“, svaraði hún. „En
nú er víst skárst að byrja til-
sögnina“.
FJÓRUM klukkustundum
síðar skreiddist Jerry af baki.
Fæturnir á honum voru dofnir;
hann var helaumur í bakinu og
sitjandinn á honum var alveg
tilfinningalaus.
Nancy stökk léttilega af baki
og spretti af hestinum. ðfeð
nokkrum erfiðismunuiTi tókst
Jerry líka að „klæða hestinn
sinn úr“, og þau hengdu reið-
týgin inn í hesthús og fengu
hestana í hendur hestasveinin-
um.
„Hvar get ég komizt í heitt
steypibað?“ spurði Jerry.
„Við gætum ekið til veitinga-
hússins. Þar er bæði steypibað
og gufubað. Og svo getum við
synt í lauginni á eftir“.
„Já, við skulum fyrir alla
muni fara strax“, stundi hann.
Hann stóð lengi undir volgri
bununni, og það var sem eymsl-
in og stirðleikinn í bakinu hyrfu.
Sér til mikillar undrunar fann
hann, að hann myndi verða sára-
lítið eftir sig, svo að hann fór í
sundskýluna sína og hélt til
laugarinnar.
Það sat allmargt fólk undir
eikunum og át og drakk. I öðr-
um enda laugarinnar léku sér
nokkur börn. A brettinu við
hinn endann stóð grönn stúlka,
fagurlega vaxin. Hún var spengi-
leg og straumlínulöguð eins og
þrýstiloftsflugvél. Hún var í
rauðum baðfötum og húð henn-
ar var á litinn eins og’ gamall
koparskildingur.
Jerry rak upp stór augu og
blístraði, og honum gramdist að
hann skyldi nú þurfa að hafa
22
HEIMILISRITIÐ