Heimilisritið - 15.06.1952, Page 49

Heimilisritið - 15.06.1952, Page 49
Ég vildi bara, að þú hefðir sagt mér þetta fyrr.“ SKÖMMU síðar fór hún. Hann stóð við gluggann og horfði á eftir henni. Maður gekk framhjá, lesandi í blaði, þar sem stóð með stórri fyrirsögn, að þjófurinn og morðinginn Burghess hefði verið hengdur í sólarupprás um morguninn. Svipur Henrys stirðnaði, er hann sá það. Undarleg tilviljun, að hann skyldi sjá þessa fyrir- sögn, þegar hann stóð og horfði á eftir Joyce, sem var að fara frá honum fyrir fullt og allt. Það var samhengi á milli þessa tvenns, sem hann einn vissi um, en vildi ekki, að Joyce fengi nokkurn tíma að yita. Honum hafði sjálfum fundizt Millinger vera góð uppfinning, og honum var óskiljanlegt, hvernig Joyce hefði komizt að því, að hann væri ekki til. Önnur kona ...! Hann hristi höfuðið. Það var engin kona til í heiminum fyrir honum önnur en Joyce, og nú hafði hann látið hana fara, af því hann vildi ekki segja henni leyndarmál sitt — að hann var böðull Pentonville-fangelsisins og var boðaður þangað, þegar aftökur fóru fram. Það var hann, sem í dögun hafði hengt Artur Burghess! Dvergar og menn „Eftir Völuspá aS dœma hafa dverg- aruir ekki verið ósýnilegir. Þvert á móti virðast menn þá hafa haft glöggt anga fyrir fieirn. Menn sán pá vel muninn, á þcim og mönnnm, er var sá einn, að efniviðnrinn var annar í dvergunum. Mennirnir vorit gerðir úr lifandi viði (ask), en dvergarnir úr fúnum jurta- rótum (bláum leggjum); blóðið (hug- urinn, sálin) í mönnum var lifandi blóð, en i dvergunum blóðlitað saltvatn. . . . Dvcrgarnir voru því aðeins „mannlík- nn“. Þeir voru hagir og mælskir, cn allt er þeir smíðuðu varð til óláns og bölvunar. Að þeir hafi verið smávaxnir er ekki nefnt; sú skoðun mun ckki hafa komið fram fyrr, en flestir voru orðnir ómenni cins og þcir . . . Sanni nær vari að aumkva oss, sem erum hœttir að sjá dvergana, og greina þá frá seemilegum mónnum, því að dvergaœttin virðist hafa orðið kynseel hér á landi. . . („Völuspá fornritanna" cftir E. Kjcrulf). SUMARHEFTI, 1952 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.