Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 6
Drykkurinn var rauður sem
blóð, og hvorki þunnur né þykk-
ur. Hún lyfti glasinu og sagði:
„Skál o<* velkominn heim til
Míríam!“
Svo hló hún sigri hrósandi og
tæmdi glasið' í botn. Eg smakk-
aði á drvkknum, og hann var
volgur og smeðjulegur, því hann
var svolítið sætur líka. Mér
geðjaðist ekki að honum, því ég
fór allt í einu að hugsa um blóð.
Það var ekki frítt við að það
færi hryllingur í gegnum mig.
Eg setti glasið frá mér og sagði:
„Eg er þreyttur. Eg held ég
fari og sofni svolitla stund, því
ég á langa ferð fyrir höndurn á
morgun“.
„Á morgun?“ sagði hún og
horfði inn í augu mín. Augu
liennar skinu sem stjörnur, og'
tillit þeirra brenndi sig inn í sál
mína. Hún dáleiddi mig og fékk
mig til að lofa sér því, að ég
yfirgæfi hana aldrei framar. Ég
vaknaði sem af draumi við að
hún sagði:
„Svona, vinur minn, nú skal
ég fylgja þér og sýna þér, hvar
þú átt að sofa“.
Eg fylgdist með henni inn í
eitt af herbergjunum, og þar stóð
uppbúið rúm.
„Hér átt þú að' sofa, vinur
minn“, sagði hún um leið og hún
hvarf út um dyrnar og inn í stof-
una, sem við höfðum setið í.
Eg flýtti mér að afklæða mig
og leggjast upp í rúmið, því mér
var kalt. Eg vafði sænginni vel
utan um mig og ætlaði að fara
að' sofa, þegar Míríam lcom allt
í einu inn til mín og sagði:
„Ef þér er kalt, Jóel, vinur
minn, þá vil ég fá að verma þig
með líkama mínum“.
Um leið og hún sagði þetta,
lét hún föt sín falla niður á gólf-
ið. Hún stóð allsnakin fyrir fram-
an mig. Eg var bara vesæll karl-
maður, hvað átti ég að gera og
hvað gat ég gert annað' en að
vefja hana að mér og láta líkami
oklcar sameinast?
Eg vildi láta sál mína sam-
einast hennar sál. En ég gat ekki
fundið neitt, sem hét sál hjá
henni. Eg leitaði eftir dýpt og
fegurð ungrar sálar, en án árang-
urs. Það var bara nautnasjúkur
líkami, sem ég hélt í örmum mín-
um. Villidýr í líki fagurrar konu.
Loks sofnaði ég og vaknaði
ekki fyrr, en komið var undir
kvöld daginn eftir. Eg reis upp
og leit eftir Míríam, en hún var
horfin. Eg klæddi mig og gekk
út í stofuna, sem ég hafði setið
í kvöldið áður. Miríam hafði lagt
á borð fyrir tvo og matreitt villi-
bráð handa okkur. Við settumst
og borðuðum, og hún bar fram
sama drykkinn sem kvöldið áð-
4
HEIMILISRITIÐ