Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 6

Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 6
Drykkurinn var rauður sem blóð, og hvorki þunnur né þykk- ur. Hún lyfti glasinu og sagði: „Skál o<* velkominn heim til Míríam!“ Svo hló hún sigri hrósandi og tæmdi glasið' í botn. Eg smakk- aði á drvkknum, og hann var volgur og smeðjulegur, því hann var svolítið sætur líka. Mér geðjaðist ekki að honum, því ég fór allt í einu að hugsa um blóð. Það var ekki frítt við að það færi hryllingur í gegnum mig. Eg setti glasið frá mér og sagði: „Eg er þreyttur. Eg held ég fari og sofni svolitla stund, því ég á langa ferð fyrir höndurn á morgun“. „Á morgun?“ sagði hún og horfði inn í augu mín. Augu liennar skinu sem stjörnur, og' tillit þeirra brenndi sig inn í sál mína. Hún dáleiddi mig og fékk mig til að lofa sér því, að ég yfirgæfi hana aldrei framar. Ég vaknaði sem af draumi við að hún sagði: „Svona, vinur minn, nú skal ég fylgja þér og sýna þér, hvar þú átt að sofa“. Eg fylgdist með henni inn í eitt af herbergjunum, og þar stóð uppbúið rúm. „Hér átt þú að' sofa, vinur minn“, sagði hún um leið og hún hvarf út um dyrnar og inn í stof- una, sem við höfðum setið í. Eg flýtti mér að afklæða mig og leggjast upp í rúmið, því mér var kalt. Eg vafði sænginni vel utan um mig og ætlaði að fara að' sofa, þegar Míríam lcom allt í einu inn til mín og sagði: „Ef þér er kalt, Jóel, vinur minn, þá vil ég fá að verma þig með líkama mínum“. Um leið og hún sagði þetta, lét hún föt sín falla niður á gólf- ið. Hún stóð allsnakin fyrir fram- an mig. Eg var bara vesæll karl- maður, hvað átti ég að gera og hvað gat ég gert annað' en að vefja hana að mér og láta líkami oklcar sameinast? Eg vildi láta sál mína sam- einast hennar sál. En ég gat ekki fundið neitt, sem hét sál hjá henni. Eg leitaði eftir dýpt og fegurð ungrar sálar, en án árang- urs. Það var bara nautnasjúkur líkami, sem ég hélt í örmum mín- um. Villidýr í líki fagurrar konu. Loks sofnaði ég og vaknaði ekki fyrr, en komið var undir kvöld daginn eftir. Eg reis upp og leit eftir Míríam, en hún var horfin. Eg klæddi mig og gekk út í stofuna, sem ég hafði setið í kvöldið áður. Miríam hafði lagt á borð fyrir tvo og matreitt villi- bráð handa okkur. Við settumst og borðuðum, og hún bar fram sama drykkinn sem kvöldið áð- 4 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.