Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 5
var eitthvað, sem minnti A villi- dýr skóganna og leyndardóm myrkursins. Kg' sat alveg heill- aður og horfði á hana. Eg gat ekki hreyft mig, og ekki sagt eitt orð heldur. Eg var sem bund- inn af töfrum. Loks hætti hún að dansa, og hún kom til mín brosandi og beið eftir að ég segði eitthvað. IJað var ekki hægt að sjá það á henni, að hún hefði nokkurn tíma hreyft sig, því hún var svo fullkomlega róleg, og ekki var að sjá, að hún væri neitt móð eða að hún væri heit eftir dansinn. Er ég bara stóð og horfði á hana í undrun án þess að' segja neitt, sagði hún: „A ég að dansa meira fvrir þig, eða geðjaðist þér ekki að dans- inum hjá mér?“ Ég sagði, að ég hefði heillast af dansinum, en ég vildi heldur að hún sæti hjá mér og segði mér eitthvað af sjálfri sér. I>að var eitthvað tryllingslegt og ó- eð'lilegt við hana, Jiegar hún dansaði, svo að ég fylltist liálf- gerðum beyg. Hún spurði: „Viltu koma heim með mér og búa hjá mér?“ Ég játaði því, og við hjálp- uðumst að við að taka saman dótið mitt. Við létum eldinn vera, því hann mundi devja út af sjálfu sér. Hún sneri sér viö rétt áð'ur en við hurfum inn í skóginn, og hún hló svo ein- kennilega, það var snmbland af hæðni og sigurgleði í hlátrinum hennar. Ég fáráður vesalingur vissi ekki livað það táknaði. Ég vissi ekki, að ég var að ganga frá líf- inu og inn í ógæfu myrkursins og leyndardóm dauðans. Er við höfðum gengið um stund, komum við í rjóð'ur eitt all-stórt, og stóð lítið hús í miðju rjóðrinu, og minnti það helzt á lítið en snoturt sumarhús. Við gengum inn, og voru þrjú her- bergi í húsinu fyrir utan eldhús og forstofu. Birtan, sem var inni í húsinu, var svo einkennileg; hún minnti á birtu mánans, en það gat ekki verið, því það var ekkert- tunglskin úti. Míríam sá að ég var undrandi vfir ljósinu, því ég gat ekki séð neitt, sem lýsti upp húsið. Hún sagð'i því og hló: „Ég safnaði saman silfurgeisl- um mánans til að lýsa upp hús- ið mitt“. „Já, ég sé það“, sagði ég og hló, því ég tók orð hennar sem gaman. Hún bauð mér að setjast við borð eitt, og svo setti hún fram könnu og tvö glös, hún tók könnuna og hellti í glösin. OKTÓBER, 1953 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.