Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 54
og renndi svo.
Línan rann liðugt um lófann,
og hann kom sér klofvega fyrir
á þóftunni, glápti í allar áttir,
grettur í framan. A látbragði
hans mátti sjá, að hann var kom-
inn heim.
Hann skók fram eftir degi.
Þessi maður var ekki svo mik-
ið að hugsa um aflann, það var
aldrei meira en marhnútar og
nokkrir þaraþyrsklingar: aðaltil-
gangnrinn var að vcra hér, finna
lyktina og vita af sjónum undir.
Það' var að damla þetta frarn og
aftur, heyra gjálfrið við stokk-
inn og fara höndum um snærið.
Hitt gilti hann einu.
Hann skók af nákvæmni,
hreyfingarnar höfðu ætíð sama
hraða og stígandi upp aftur og
aftur, og virðingin fyrir athöfn-
inni var óskipt. A meðan dvaldi
hugurinn fjarri Gilsbakkagrunni.
„Það hvein í rá og sauð á
keipum. Særokið þyrlaðist um
opið skipið og hlandaðist svita-
perlum hásetanna“.
Gamli maðurinn hló um leið
og hann færði höndina hátt upp
og lét hana síga aftur.
„Brimið við lendingima öskr-
aði sem þúsund tröllskessur, og
andlit mannanna, sem voru í
teinœringnum er barst á stóru
hárubaki inn í garðinn, voru nái-
föl“.
52
Gamli maðurinn losaði mar-
hnút af öngli, blóðgaði hann
samvizkusamlega og hrópaði:
„Nú drengir“, í því er hann
renndi aftur.
„Þeir gengu skinnklœddir nið-
ur að naustinni, settu hjóðin um
horð og ýttu síðan fram. Er þeir
voru setztir undir árar, tólcu þevr
ofan sjóhattana, og formaðurinn
tuldraði bœnina".
„Amen“, sagði gamli maður-
inn rámri röddu, „er hann að
ganga upp í norðrinu?“
„Hálfa nóttina barðist hann
við að komast á lcjölinn. Hálf-
drœttingurinn var þar fyrir, Mof-
vega, skjálfa?idi og skœlandi með
galopinn skoltinn. Ekki sá hann
flein“.
Sá gamli hryllti sig og leit í
suður. „Hádegi“, drundi liann og
dró inn færið.
Hann reri hægt í land, sí-
muldrandi og stoppandi, vatt
vettlingana sína og þvó næstum
hreina ofanálíminguna með
þeim.
Er hann kom að, batt hann
bátinn, gekk frá árum og ræð-
um, þræddi seyðin á spotta og
klifraði upp á bryggjuna.
Þar staðnæmdist hann. lykt-
aði í norður, og hélt síðan kjag-
andi inn í þennan fjarlæga heim
húsa, gatna, grass og moldar.
HEIMILISRITIÐ