Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 7
ur. Mig hryllti við honum, en
hún nej'ddi mig til að drekka
hann. Míríam sá, hvað mér leið,
og hún sagði:
„Þú skalt bara drekka einn
eða tvo sopa hvern dag, meðan
þú ert að venjast þessum drykk,
og þegar þú ert orðinn vanur
honum, segi ég þér, hvað það er
sem við. drekkum“.
Eg vissi það nú þegar, og ég
sá það á henni, að hún vissi. að
ég hafð'i fundið út, hvað það \Tar,
en ég gat ekki staðið á móti vilja
hennar. Og sá dagur kom, að ég
gat ekki verið án þessa volga
blóðdrykks. Og ég fann að ég
leið lengra og lengra burt frá líf-
inu og menningunni.
Við sváfum á daginn og vökt-
um á næturnar. Mér leiddist
aldrei. Eg hafði aldrei tækifæri
til að láta mér leiðast. Stundum
var Míríam svo glöð að hún varð
að dansa og syngja, en stundum
sat hún hljóð og horfði út í blá-
inn. Stundum kveiktum við bál
og sátum við það, stundum dans-
aði hún við bálið, en aldrei svo
villt sem fyrsta k\röldið. Það
var eins og hún skynjað'i að mér
geðjaðist það ekki. Þegar við
vorum þreytt, lögðumst við til
hvílu og alltaf saman í eina
sæng, og við hvíldum saman
hverja nótt eins og fyrstu nótt-
ina.
'-------------------------------
Rétmæt athugun
Brezki rithöfundurinn Bern-
hard Shaw var um tíma tónlist-
argagnrýnandi hjá ensku dag-
blaði. Eitt sinn, þegar hann liafði
skrifað niðrandi um tónlistar-
mann nokkurn, svaraði tónlistar-
maðurinn honum með harðorðri
grein í sama dagblaði og taldi
Shaw ekki færan um að dæma
um tónlist, þar sem hann væri
sjálfur ekki tónlistarmaður. Shaw
gerði eftirfarandi athugasemd við
svargreinina:
„Ég veit vel, hvernig eggjakaka
á að vera á bragðið. En ég hef
aldrei lialdið því fram að ég geti
verpt eggi!“
-------------------------------J
Svo einn dag vaknaði ég fyrr
en aðra daga. Eg stóð ujjp og
gekk út. Það var sólskin yfir öllu,
nema rjóðrinu; þar var hálfrökk-
ur. Ég gekk út úr rjóðrinu og út
í sólskihið. En ég fann ekki til
neinnar gleði við að koma út í
birtuna og finna hina vermandi
geisla sólarinnar leika um mig.
Nei, ég þráði rökkrið í rjóðrinu,
og nærveru Míríams, og ég beið
með eftirvætningu eftir að nótt-
in og myrkrið lcæmi.
Er ég sat þarna, kom maður
gangandi til mín og spurði, hvort
ég gæti vísað lionum til vegar,
því hann væri ókunnur hér, en
fyrst bað hann um að fá að
drekka. Eg bað hann að fylgja
OKTÓBER, 1953
5