Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 25
Ef til vill er það einnig þess
vegna“.
Hann horfði hugsandi á reyk-
inn af vindlinum sínum og sagði:
„En samt munuð þið undrast,
þegar þið sjáið liann. Og ég mun
ekki geta svarað því, sem þið
spyrjið þá. Svo þið slculuð láta
það vera“.
Þegar hann var farinn, gat ég
ekki orða bundizt.
„Hugsa sér, að eiga svona
fagra konu ■ og geta ekki séð
hana“. Eg andvarpaði.
En sambýliskona mín, sem
þrátt fyrir æsku sína, hefur ef •
til vill skilið' þetta betur, sagði:
„Hugsa sér, að vera svona
yndisleg eins og hún, og vera þó
ósýnileg þeiin, sem hún elskar“.
ENNÞÁ höfðum við ekki séð
mann hennar. Hún fór á hverj-
um degi ein, og nú var.hún sjald-
an bláklædd. Allir hinir hlýju
litir sumarsins léku umhverfis
fegurð hennar.
Dag einn var lagskona mín
svo heppin að stíga út úr stræt-
isvagninum um leið og hún. Hún
var með marga stóra böggla, og
hvað var þá eðlilegra en að bjóða
henni hjálp.
Þær töluðu saihan, sagð'i lags-
kona mín. Og rödd hennar hafði
verið, ef hægt var, ennþá feg-
urri en bros liennar.
f--------------------------------
Dansað í kirkjum
Kristnir menn höfðu lengi þá
trú, að englarnir dönsuðu á
himnum, og til þess að líkja eftir
þeim, innleiddu þeir þann sið að
dansa í kirkjunum. Siður þessi
varð mjög vinsæll og átti sinn
þátt í því að útbreða frumkristn-
ina.
En dansinn í kirkjunum varð
með tímanum mjög misnotaður,
og loks bönnuðu kirkjuvöldin
hann með öllu. En allt fram á
miðja átjándu öld var venja að
dansa í dómkirkjunum á Spáni
og Portúgal.
í sambandi við þetta má geta
þess, að á fimmtándu og sext-
ándu öld var víða venja að dans-
parið kysstist á undan og eftir
dansinum. Það var einnig leyfi-
legt að „vanga“ í dansinum, en
sagnir eru um það, að gamla fólk-
ið hafi ekki verið hrifið af miklu
kossaflensi á dansgólfinu!
.________________________’______/
„En sástu manninn hennar?“
spurði ég. „Fórstu ekki með
bögglana inn í húsið?“
„Nei. Hún sneri sér að mér,
þegar við komum að hliðinu, og
rétti frem hendurnar. „Þakka“,
sagði hún. „Tfærar þakkir fyrir
hjálpina, nú get ég bjargað mér
ein“.
„En nú heilsumst við. Það’ er
í áttina“.
ÞAÐ var ég, sem fyrr fékk að
sjá hann. Eg var að selja gigtar-
OKTÓBER, 1953
23