Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 29
vill liafði skurðaðgerðinni verið
slegið á frest. Ef til vill hafði
prófessorinn hætt við haria.
Okkur létti við þá tilhugsun.
En dag einn í október mætt-
um við vinkonu okkar á vegin-
um. Hún var ekki ein, svo við
gátum lítið við hana talað', en
hún var ljómandi af ánægju.
„Maðurinn minn er hættur
við aðgerðina, vegna mín. Hann
ætlar að færa mér þá fórn“. Svo
var hún farin.
En það leið á löngu, þar til
við sáuin hana næst. Það var
iiðið að jólum, þegar hún hringdi
dyrabjöllunni hjá okkur. Við
drógum hana inn í stofuna og
vorum glaðar, af því hún var
loks komin.
En svo veittmn við því at-
hygh, hve þögul hún sat. Loks
fengum við hana til að leysa frá
skjóðunni.
„Maðurinn minn hætti við
skurðaðgerðina vegna mírí’,
sagði hún brosandi. „Dagurinn
var ákveðinn, prófessorinn gat
ekki beðið lengur. Og hann er
meiri vísindamaður en mann-
eskja. Honum var fyrir öllu að
veita blindum augum sýn, en þó
þau vesalings augu myndu
máske lokast af harmi, þá lét
hann sig það engu skipta. Eg
held liann hafi liatað mig eins
innilega og ég hann. Ég skýrði
t--------------------------------
Síberískir málshættir
Rétt er að óttast það mest, sem
maður óttast minnst.
Það, sem grípur mest augað,
snertir minnst hjartað.
Sá, sem starfar, á mikið. Sá,
sem sparar, á ennþá meira.
_________________________________y
fvrir honum, að maðurinn myndi
fá áfall, en hann svaraði aðeins
með slagorðum um vísindalegar
framfarir.
En svo fékk ég nrina hug-
mynd. A síðustu stundu fór ég
inn til mannsins mín og hrópaði:
„Þú mátt ekki! Færðu mér fórn,
þá stærstu, sem karlmaður get-
ur fært konu. Haltu áfram að
vera blindur, vegna mín. Eg er
Ijót. Ég dey, eða verð að fara
burt, ef augu þín geta séð mig.
Það hefur enginn sagt þér
sannleikann. Þú hefur lialdið, að
ég væri falleg.
Lofaðu mér að halda áfram að
vera það í draumum þínum, í
Ijóðum þínum. Hrektu mig ekki
út í myrkur, sem er svartara en
það, sem þú hefur nokkru sinni
þekkt.
Ég grátbað hann, svo hann
var ekki í neinum vafa um nevð
mína. Ég hafði betur en prófess-
orinn“.
Hún laut höfði.
OKTÓBER, 1953
27