Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 18
utn, að þeir höfðu engan tíma til
að sinna mér. Ég dvaldi ekki
lengi hjá neinu þeirra. Þau höfðu
litlar-mætur á jmér og sýndu mér
litla blíðu.
Ég vissi, að ekkert þeirra kærði
sig um mig. Ég grét mig oft í
svefn af einstæðingsskap. Heit-
asta þrá mín var að einhver bæði
um að fá að sjá einkunnabókina
mína úr skólanum. En enginn
gerði það. Hið eina, sem ég þráði
sem barn, var ást — en enginn
veitti mér hana.“
Hafði frú Kellogg varið tíu ár-
um til að undirbúa þessa ræðu ?
Nei. Hún hafði varið til þess 20
árum. Hún hafði verið að undir-
búa þessa ræðu þegar hún grét
sig í svefn sem barn. Hún hafði
opnað fyrir endurminningar og
tilfinningar, sem áttu djúpar ræt-
ur innra með henni. Engin furða,
að hún hreif áheyrendur sína.
Lélegar ræður eru venjulega
þær, sem skrifaðar eru niður og
lærðar utanað með ærinni fyrir-
höfn. Lélegur ræðumaður verður
eins og lélegur sundmaður, stíf-
ur og stirður og álappalegur —
og leggur sig fram við það, sem
honum ber mest að varast. En,
jafnvel maður án allra ræðu-
mannshæfileika getur haldið frá-
bæra ræðu, ef hann talar um eitt-
hvað, sem hefur snortið hann
djúpt.
Vita byrjendur í ræðumennsku
þetta ? Skyggnast þeir í eigin
barcn eftir ræðuefni ? Nei, þeir
eru líklegri til að skyggnast í blað
eða tímarit. Fyrir nokkrum árum
hitti ég á járnbrautarvagni konu
eina, sem var mjög uggandi yfir
því, hve litlum framförum hún
tók á mælskunámskeiði. Eg
spurði hana, urn hvað hún hefði
talað síðast. Eg komst að því, að
hún hafði rætt um, hvort Músso-
líni ætti að leyfast að ráðast inn
í Abessyníu.
Hún hafði fengið efnið úr viku-
riti. Hún hafði lesið greinina
tvisvar. Eg spurði hana, hvort
hún hefði sérstakan áhuga á
þessu efni, og hún svaraði neit-
andi. Eg spurði hana þá, hvers
vegna hún talaði um það.
,,Ja,“ sagði hún, ,,ég varð að
tala um eitthvað, svo ég valdi
,þetta.“
Ég sagði við hana: ,,Frú, ég
myndi hlusta á með athygli ef
þér töluðuð um barnauppeldi, eða
hvernig hægt er að láta dollarana
endast bezt fyrir heimilisnauð-
synjum; en hvorki ég né nokkur
annar myndi hirða hið minnsta
um að heyra yðar álit á innrás
Mussolinis í Abessyníu.“
Margir ræðunemendur eru eins
og þessi kona. Þeir leita efnis í
bókum eða tímaritum fremur en
eigin lífi og reynslu.
16
HEIMILISRITIÐ