Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 18
utn, að þeir höfðu engan tíma til að sinna mér. Ég dvaldi ekki lengi hjá neinu þeirra. Þau höfðu litlar-mætur á jmér og sýndu mér litla blíðu. Ég vissi, að ekkert þeirra kærði sig um mig. Ég grét mig oft í svefn af einstæðingsskap. Heit- asta þrá mín var að einhver bæði um að fá að sjá einkunnabókina mína úr skólanum. En enginn gerði það. Hið eina, sem ég þráði sem barn, var ást — en enginn veitti mér hana.“ Hafði frú Kellogg varið tíu ár- um til að undirbúa þessa ræðu ? Nei. Hún hafði varið til þess 20 árum. Hún hafði verið að undir- búa þessa ræðu þegar hún grét sig í svefn sem barn. Hún hafði opnað fyrir endurminningar og tilfinningar, sem áttu djúpar ræt- ur innra með henni. Engin furða, að hún hreif áheyrendur sína. Lélegar ræður eru venjulega þær, sem skrifaðar eru niður og lærðar utanað með ærinni fyrir- höfn. Lélegur ræðumaður verður eins og lélegur sundmaður, stíf- ur og stirður og álappalegur — og leggur sig fram við það, sem honum ber mest að varast. En, jafnvel maður án allra ræðu- mannshæfileika getur haldið frá- bæra ræðu, ef hann talar um eitt- hvað, sem hefur snortið hann djúpt. Vita byrjendur í ræðumennsku þetta ? Skyggnast þeir í eigin barcn eftir ræðuefni ? Nei, þeir eru líklegri til að skyggnast í blað eða tímarit. Fyrir nokkrum árum hitti ég á járnbrautarvagni konu eina, sem var mjög uggandi yfir því, hve litlum framförum hún tók á mælskunámskeiði. Eg spurði hana, urn hvað hún hefði talað síðast. Eg komst að því, að hún hafði rætt um, hvort Músso- líni ætti að leyfast að ráðast inn í Abessyníu. Hún hafði fengið efnið úr viku- riti. Hún hafði lesið greinina tvisvar. Eg spurði hana, hvort hún hefði sérstakan áhuga á þessu efni, og hún svaraði neit- andi. Eg spurði hana þá, hvers vegna hún talaði um það. ,,Ja,“ sagði hún, ,,ég varð að tala um eitthvað, svo ég valdi ,þetta.“ Ég sagði við hana: ,,Frú, ég myndi hlusta á með athygli ef þér töluðuð um barnauppeldi, eða hvernig hægt er að láta dollarana endast bezt fyrir heimilisnauð- synjum; en hvorki ég né nokkur annar myndi hirða hið minnsta um að heyra yðar álit á innrás Mussolinis í Abessyníu.“ Margir ræðunemendur eru eins og þessi kona. Þeir leita efnis í bókum eða tímaritum fremur en eigin lífi og reynslu. 16 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.