Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 58
f------------------------
Frambaldssaga
ÓGIFT HJÓN
GREIG
V.------------------
(Kári liefur tjáð Katrínu ást sína, en
þótt hún elski hann vill hún fvrst vita
um samband hans við Klöru).
,,'Eg veit, Kári, að það er ó-
gaman að tala um Klöru, en við
verðurn að gera það. Þegar við
byrjuðum á þessu — þessu starfi
saman, sagðirðu mér frá henni.
Þú sagðist elska hana og aetla að
kvongast henni.“
,,Ég hélt að ég elskaði hana,“
sagði hann, ,,en nú veit ég, að ég
elskaði hana aldrei í raun og
veru, ekki eins og ég elska þig.
Tilfinningar mínar í hennar garð
eru eins og að horfa í dauft tungl-
skinið eftir að glóandi sólin er
setzt. Allar aðrar konur í heimi
blikna og fölna í samanburði við
þig, Katrín. Þú ert sólin; þú lokk-
ar augu manna, sjálfar sálir
þeirra. . . . En ég skammast mín
gagnvart hermi. Mér finnst ég
hafa svikið hana. Reyndar var
ekkert fasbmælum bundið um
hjónaband okkar á milli, en það
------------------------------/
er lítil afsökun. Eg neyðist til að
skrifa henni, en það veit sá, sem
allt veit, að það verður erfitt fyr-
ir mig að gefa henni fullnægjandi
skýringar. Hún mun hata mig, og
hún hefur fulla ástæðu til þess.“
Hún losaði sig úr örmum hans.
,,Kári, hvernig veiztu, að þú
elskar mig, en ekki hana ? Ef þú
nú sæir hana aftur?“ spurði hún
,.Ég sver, að það myndi ekki
gera neinn mismun,“ sagði hann.
,,Ö, Katrín, heldurðu að ég sé
svo mikill fáráðlingur, að ég finni
ekki mínar eigin kenndir ? Ég
hélt aðeins, að ég elskaði hana,
segi ég. Hún var svo frábrugðin
öllum öðrum stúlkum, sem ég
hafði kynnzt, svo björt, svo fal-
leg, svo — æ, það er bjánalegt
orð í munni — svo góð. Flestar
konur, sem ég hafði kynnzt á
flækingi mínum um heiminn,
konur, sem ég hafði kynnzt í
Ástralíu, konur, sem ég kynntist
í hafnarborgunum, meðan ég var
56
HEIMILISRITIÐ