Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 60
henni fyrst. Þú verður að vita það
fyrir víst, að það er ég, en ekki
hún, sem hjarta þitt þráir, aðeins
ég að eilífu. Þú verður að losa líf
þitt við afturgöngu gamallar ást-
ar, áður en þú kemur til mín. Þú
verður að koma til mín hreinn.“
Hann sleppti henni skyndilega,
svo skyndilega, að hún var naerri
dottin.
,,Allt í lagi,“ sagði hann. ,,£g
skal skrifa henni í kvöld. Komdu.
Það er farið að skyggja, og það
eru gestir í kvöldmat."
KLARA var eins og á nálum
þennan dag. Hún hafði skrifað
Kára og látið hann vita, að hann
mætti eiga von á sér, en hann
hafði ekkert látið heyra frá sér.
Hún vissi ekki, að faðir hennar
hafði gleymt bréfinu í vasa sín-
um, og það hafði því aldrei farið
í póstinn. Kára var því ókunn-
ugt um, að hún dveldi hjá Rawl-
tonfólkinu og var væntanleg til
Hortonsfjölskyldunnar í kvöld-
boð.
Hún fann það líka á sér, að
þótt þau hefðu haft reglulegt
bréfasamband sín á milli, var
ekki allt eins og það átti að vera.
Hún fann það á bréfum hans. —
Tók leitin að erfðaskránni svo
hug hans allan ? Fannst honum
að maður, sem stæði uppi alger-
lega félaus, hefði engan rétt á að
biðja hennar ?
Hún gekk ein út í skóginn og
vorið. Hún taldi sér trú um, að
hún vildi vera í einrúmi með
hugsanir sínar, en í rauninni var
hún að forðast Pétur. Það var
síður en svo að henni geðjaðist
ekki að honum. Hann féll henní
betur í geð en nokkur annar karl-
maður, að Kára undanskildum.
En það lá við að hún fyriryrði
sig fyrir það, hversu aðdáun Pét-
urs á henni var henni kær. Auð-
vitað átti enginn að eiga aðgang
að hjarta hennar nerna Kári.
Pétur hafði farið í ökuför með
hana um morguninn og sýnt
henni það markverðasta í ná-
grenninu. Hann hafði sagt henni,
hversu dásamlegt væri að hitta
hana aftur eftir öll þessi ár.
,,Þú varst bara barn þá,“ sagði
hann hlýrri, blæauðugri röddu,
,,en veiztu það, Klara, að ég hef
aldrei gleymt þér. Þegar ég hef
kynnzt öðrum stúlkum og fund-
izt þær hugþekkar, hefur mér
alltaf dottið þú í hug, og sú
spurning hefur vaknað, hvernig
þú myndir vera orðin. Og nú,
þegar ég sé þig, ertu fallegri en
ég gat hugsað mér.“
Hún roðnaði — fékk á sig lit
rósanna við garðshliðið heima,
fannst honum.
,,Það er fallegt af þér að segja
þetta, Pétur. Ég — ég hef oft
58
HEIMILISRITIÐ