Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 40
Það. var fyrir löngu búið að
opna lögfræðiskrifstofuna, þeg-
ar frú Mirror gekk loks inn, með
lítil roð'ahjörtu í kinnunum.
Ungur maður spratt upp af
stól og tók á móti henni. „Hvað
get ég gert fyrir yður?“ spurði
liann og grandskoðaði hana með
mannþekkingaraugum.
,.Um það ætla ég að tala við
málflutningsmanninn“, sagði frú
IMirror snúðugt.
„Já, auðvitað“. Ungi mað'ur-
inn lyfti brúnum. Auðvitað sá
hann liana óðara út, því þegar
henni var síðar vísað inn til mál-
flytjandans, tók hann á móti
henni eins og góðum vini, sem
nýlega hefði orðið fyrir þung-
bærri sorg.
„Kæra frú“, sagði hann vafn-
ingalaust, „ég held að það yrði
vður og máli yðar fyrir beztu,
ef þér gætuð fengið yður til að
segja mér allt eins og er“. Hann
þagði litla stund og horfði föð-
urlega á hana. „Allt án undan-
dráttar, um hjónaband yðar og
það sem þér kunnið að' hafa á-
hyggjur af“.
Og frú Mirror skýrði frá. Hún
sagði frá öllu eins og hlýðið barn.
Hún leyndi engu, sem henni
fannst máli skipta. Stundum tár-
aðist hún, stundum fölnaði hún,
stundum roðnaði hún, allt eftir
því sem við átti. Þetta var ekki
eins erfitt og hún liafði búizt
við. Málflytjandinn hlustaði á af
miklum skilningi, hann fylgdist
með' í hinum flóknustu kvenlegu
tilfinningafyrirbrigðum, og frú
Mirror öfundaði sannarlega kon-
una hans. Hún varð svo vel upp-
lögð og frásagnarglöð, að hún
veitti því alls ekki athygli, að
hún var reyndar byrjuð á frá-
sögninni á nýjan leik.
Það var fyrst, þegar málflytj-
andinn sá sig nauðbevgðan til að
gi'ípa fram í fyrir henni með
spurningu, að hana rak í roga-
stanz.
„Er það drengur eða telpa,
sem þið eigið?“
Frú Mirror gat í fyrstu ekki
komið upp orði. Skildi lögfræð-
ingurinn ekki mælt mál?
„Drengur eða telpa? — Nú,
barnið er alls ekki fætt ennþá!“
Málflytjandinn hallaði sér
furðu lostinn a-ftur á bak í stóln-
um.
„Já ... en ... þið eigið von
á því“, stamaði hann og horfði
i'andræðalegur á beltið á kjóln-
um hennar.
„Nei, ekki ennþá!“ Frú Mirr-
or var staðin upp. „En okkur
langar mikið til að eignast það!“
Hún strunzaði regingsleg út úr
herberginu. Málflytjandinn hafði
alls ekki skilið vandamálið.
38
HEIMILISRITIÐ