Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 3
HEIMILISRITIÐ
OKTÓBER 11. ÁRGANGUR 1953
■ Safarík smásaga —
Míríam
Eftir BÁRU AÐALSTEINSDÓTTUR
ÉG REYNDI að aðvara hann,
en hann heyrði ekki til mín, o<:
það sem var verst, hann virtist
ekki sjá mig heldur. Ég hafði
það á tilfinningunni, að ég væri
ekki til, að ég væri bara loft fyrir
öllum nema mér sjálfum. Auð-
vitað vissi ég að ég var dauður,
það er að segja líkami minn, en
sál mín lifði, og ég gat talað,
heyrt og séð allt, sem fram fór
í kringum mig. Ég var svo létt-
ur, og að sumu leyti leið mér
vel, ef ég bara gæti nú gleymt
Míríam. En það gat ég ekki, og
ég vissi, að ég mundi aldrei fá
fiáð fyrr en ég gæti komið með-
bræðrum mínum til að' skilja, að
Míríam var ekki raunveruleg
kona, en bera hið duttlungafulla
afl myrkursins, sem birtist
manni í töfrandi konulíki.
Ég, vesæll einfeldningur, hélt
hún væri góð og saklaus stúlka,
þar sem hún kom gangandi til
mín eitt kvöld út úr myrkum
skóginum. Eg var á ferðalagi og
hafði tjaldað í útjarðri skógar
eins, og hugðist liafa náttstað þar
og halda svo áfram daginn eftir.
Ég átti að mæta vini mínum á
þessum slóðum, og ætluðum við
svo að halda ferðinni áfram og
kanna óbyggðir landsins.
Ég hafði rétt kveikt bál, og
ætlaði að sitja um stund við bál-
ið áður en ég legðist til svefns.
Ég hélt mig væri að dreyma,
þegar ég sá stúlkuna, sem stóð
hinum megin við eldinn og liorfði
á mig. Hún var há og grönn með
svart hár, sem sló bláum blæ á
við skin eldsins. Augun virtust
svört og tindruðu eins og stjörn-
1