Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 56
kemst að því, að Norðmaðurinn
eigi dóttur, biður hann um hönd
hennar. Töfraður af gullinu
samþykkir Norðmaðurinn bón-
orðið. Kór: „Gegnum járviðri og
ógnir fjarlægra hafa“.
II. þáttur
Heimili Dalands. Glaðlegar
stúlkur spinna og syngja. Kór:
„Spinnið, spinnið, fögru fijóð“.
En Senta, dóttir Dalands, er
hljóð' og hugsi. Iíún er enn einu
sinni að hugleiða þjóðsögnina
um Hollendinginn fljúgandi.
„Sáuð þið fleyið á freyðandi
djúpi?“ Hún þráir að finna Hol-
lendinginn og létta af honum
bölvun hans með tryggð sinni.
Stúlkurnar undrast alvöru henn-
ar. Eiríkur, sem elskar hana,
segir henni þann draum sinn, að
HoIIendingurinn kæmi og sigkli
á brott með hana. I stað þess
að óttast drauminn fangar Senta
honum. Daland kemur nú með
Hollendinginn. Senta er sem
steini lostin yfir því hve komu-
maður er líkur myndinni af Hol-
lendingnum fljúgandi. Hún og
komumaður fella strax ástarhug
hvort til annars. Þetta gleður
Daland og hann býður Hollend-
ingnum I il stórveizlu til að fagna
öruggri heimkomu hins norska
skips. Senta sver hinum ókunna
manni ást sína, allt til dauða-
stundar. Hollendingurinn er
fagnandi, því að hann heldur að
stund frelsunarinnar sá nú loks
komin.
III. þáttur
Höfnin. Norska skipið er upp-
Ijómað stafna á milli. Við hlið
þess liggur hollenzka skipið
myrkt og þögult. Norsku sjó-
mennirnir neyta glaðir í bragði
veitinganna, sem stúlkurnar bera
um. Þeir bjóða hinum ósýnilegn
hollenzku sjómönnum til sín, en
fá ekkert svar. Annarlegir Ijós-
glampar flökta um hollenzka
skipið og sjór ýfist. Ahorfendur
skelfast undur þessi. Eiríkur
kemur niður til strandar með
Sentu og biður hana í örvænt-
ingu að fylgja ekki skipstjóran-
um hollenzka. Skipstjórinn kem-
ur skyndilega að þeim, hyggur
að Senta hafi svikið sig og öllu
sé nú glatað. „Síðasta vonin
brostin, Senta, lifðu heil“. Hann
gengur út á skip sitt og byrinn
fyllir blóðlit segl Hollendingsins
fljúgandi. Senta þýtur upp á
hæsta klettinn, hrópar: „Eg er
þér trú til dauð'ans“ og stéypir
sér síðan í öldurnar. Hollending-
urinn fljúgandi sekkur, en í
bylgjunum sjást Senta og skip-
stjórinn í faðmlögum. Astin hef-
ur sigrað og bölvuninni er að
lokum af létt.
54
HEIMILISRITIÐ