Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 28

Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 28
ekki einasta séð umhverfi sitt, heldur einnig sjálfan sig“. Við mundum allt í einu — og þögðum. „Og maðurinn minn er Ijótur samkvæmt almennum smekk“, hélt hún áfram. „Hver, sem ekki þekkir hann, segir „ótrúlega ljót- ur“. En auðvitað hefur hann engan grun um það sjálfur. Hon- um hefur verið hlíft við spegl- um“, bætti hún við angurvær. „Og þó ég feli alla spegla í hús- inu, þegar hann fær sýn, þá mun svipur þeirra, sem sjá hann í fyrsta sinn, leiða hann í allan sannleika. Svo þið skiljið, að hann má ekki fá sýn“, sagði hún með tár- in í augunum. Loks fengum við málið. „Gætuð' þér ekki sagt manni •yðar, að þér væruð hrædd um, að hann yrði fyrir vonbrigðum, fengi hann sýnina aftur. Já, þér neyddust auðvitað til að gefa í skyn, að hann liti ekki út eins og flest fólk gerir“. „Aldrei“, sagði hún og liristi höfuðið. „Það myndi eyðileggja allt. Þér skiljið, maðurinn minn er svo tilfinninganæmur, einmitt af því hann er blindur. Og eink- um gagnvart mér. Hann heldur því fram, að ég hafi fært fórn, og þið vitið sjálfar, hvemig hann hefur hafið mig til skýjanna í kvæðunum: Til ástarinnar. En liann álítur, að hann sé sjálfur mjög fallegur. Annars hefði ég blátt áfram ekki getað gifzt honum. Blindur, en falleg- ur maður — það' er skiljanlegt. Ég hef sjálf orðið að skýra það fyrir honum. Þegar hann spvr: Hvernig gaztu eiginlega gifzt mér? Þá svara ég: Af því ég elska þig, og þú ert svo fallegur og kaiámannlegur. Og af því þú þarfnast mín, með þín ástkæru, blindu augu. Og liann myndi aldrei lifa af- hjúpunina. Hann, með þessa fögru sál. I rauninni er það und- arlegt, að hann, með þessa stóru sál, skuli leggja svo mikla á- herzlu á útlitið, sem hann getur þó ekki gert sér í hugarlund. Að þessi prófessor skyldi rek- ast hingað og trufla líf hans þannig! En hann verður að halda á- fram að vera blindur“, sagði hún ákveðin. Auðvitað fannst okkur hún hafa rétt fyrir sér. Og við gát- um einungis þrýst hönd hennar. Hún varð að berjast ein. LAGSKONA mín og ég töl- uðum um hana á hverjum degi, en við þorðum ekki að lieim- sækja hana. Við vissum, að mað- ur hennar var heima, svo ef til 26 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.