Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 37
Makka- var orðið svo gjarnt á
að skella hurðum, ekki fyrr en
þetta með barnið . . .
Barnið? Frú Stevens fékk
grun um mikið vandamál.
j.Ja hérna, manni er raun-
verulega farið að förlast; ég hef
ekki einu sinni boðið yður sæti“,
sagði hún afsakandi. „Ivomið þér
inn í dagstofuna; ég ætla að
koma með kaffisopa handa okk-
ur.------Eg á nýbakaða van-
illukransa“, flýtti hún sér að
bæta \úð, þegar frú Mirror fór
að malda í móinn. „Setjist þér
nú þarna í stóra hægindastólinn
og látið fara reglulega vel um
yður. Eg kem alveg undir eins!“
Og' síðustu orðin sagði hún
sönn, því áður en skyndilegt
trúnaðartraust frú Mirrors var
farið að dofna stóðu tveir rjúk-
andi kaffibollar á borðum.
„Jæja, ég greip víst fram í
fyrir yður áðan“, sagði frú Stev-
ens, „en það er víst satt, sem
þér segið, það er fvrst í seinni
tíð . .
,Já, við Makki — það er orð-
ið æði langt síðan við kynnt-
umst. .. þér hljótið að vita það“.
Finna mátti sneið í þessum orð-
um, en frú Stevens hristi höfuð-
ið undrandi á svip; hvaðan hefði
hún átt að vita það? Og hvað
um það, þau voru uppi í miðri
tuttugustu öldinni.
„En svo giftumst við, af því
okkur langaði til að eignast
barn, og nú er svo komið, að
við rífumst statt og stöðugt . ..“
Rödd hennar brast lítið eitt.
Frú Stevens þagði um stund,
svo hélt hún varlega áfram:
„Maðurinn yðar er kannske
elcki elskur að börnum?“
„Elskur!“ hrópaði frú Mirror
upp yfir sig. „Hann er alveg vit-
laus í börn. Hann kemur ekki
svo heim úr vinnunni, að' liann
sé ekki með bækur um barna-
hjúkrun og barnauppeldi. — Um
daginn varð ég að búa til velling
úr barnamjöli handa honum, af
því að liann langaði til að prófa,
hvernig hann væri á bragðið. Og
allt, sem ég geri, er kolvitlaust.
Barnafötin, sem ég hef setið yfir
langt fram á nótt, fárast liann
vfir að séu ekki nógu falleg og
nýtízkuleg. Og í morgun sleppti
hann sér alveg yfir því, að
mamma hafði gefið mér speldi
til þess að styrkja bakið á barn-
inu með. Hann sagði, að ef hann
léti mig fá yfirráðin yfir barn-
inu, hlyti það að enda með því,
að barnið yrði vanskapað!“ Frú
Mirror kjökraði án þess að reyna
að dylja tárin, en frú Stevens
reyndi árangurslaust að lnigga
hana. „Og ég gekk sjálf með
svona speldi, þegar ég var lítil“,
sagði frú Mirror með ekka .. .
OKTÓBER, 1953
35