Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 49

Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 49
] SÖNN SAKAMÁLASAGA Dulklæddi morðinginn DAG NOKKURN árið 1897 sneri Henry Jones í Liverpool sér til húsfreyjunnar, sem leigði honurn herbergi, og kvartaði yf- ir því, að dýnan í rúminu hans væri orðin mesta ræksni. Hús- freyjan komst í hálfgerða klípu, J>ví Henry, sem var piparsveinn og farandsali, greiddi alltaf húsa- leiguna með skilum og var óað- finnanlegur leigjandi, en á hinn bóginn hafði ný dýna talsverð- an aukakostnað í för með sér. Leigjandi hennar leysti þó brátt úr vandanum með því að bjóð- ast sjálfur til að útvega dýnuna á eigin kostnað. Hann keypti svo dýnuna, og hún var send honuin í stórum poka, eins og þá tíðkaðist. Pok- ann braut Henry svo saman og lét hann í koffortið sitt. Þetta var ofur hversdagslegur atburð- ur fyrir alla, sem málið snerti — nema að því er varðar Henry Jones. Honurn var þetta fyrsti liður í nákvæmlega útreiknaðri fyrirætlun um hvorki meira né minna en morð! I Liverpool hafði Henry kynnzt ungri og aðlaðandi ekkju, sem Mary Spicer hét, og viðkynning þeirra varð brátt nánari en piparsveininum Henry Jones þótti góðu hófi gegna. Hann vildi um fram allt ekki kvænast, og reyndi að rifta sam- bandi þeirra, en frú Spicer var ekki á sama máli. Hún var orðin alvarlega ástfangin af þessum fyrirmyndarmanni og vildi um- fram allt giftast honum. AUar tilraunir Henrys til þess að losna við hana misheppnuðust, og að lokum sá hann enga aðra leið til undankomu en hreinlega að myrða frú Spicer. Hann gerði nú hnitmiðaða á- ætlun um það, hvernig hann ætlaði að koma ekkjunni fyrir, án þess að hugsanlegt væri að lögreglan fvndi nokkur spor. Og fyrsti undirbúningur morðsins voru einmitt dýnukaupin, þótt OKTÓBER, 1953 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.