Heimilisritið - 01.10.1953, Side 49

Heimilisritið - 01.10.1953, Side 49
] SÖNN SAKAMÁLASAGA Dulklæddi morðinginn DAG NOKKURN árið 1897 sneri Henry Jones í Liverpool sér til húsfreyjunnar, sem leigði honurn herbergi, og kvartaði yf- ir því, að dýnan í rúminu hans væri orðin mesta ræksni. Hús- freyjan komst í hálfgerða klípu, J>ví Henry, sem var piparsveinn og farandsali, greiddi alltaf húsa- leiguna með skilum og var óað- finnanlegur leigjandi, en á hinn bóginn hafði ný dýna talsverð- an aukakostnað í för með sér. Leigjandi hennar leysti þó brátt úr vandanum með því að bjóð- ast sjálfur til að útvega dýnuna á eigin kostnað. Hann keypti svo dýnuna, og hún var send honuin í stórum poka, eins og þá tíðkaðist. Pok- ann braut Henry svo saman og lét hann í koffortið sitt. Þetta var ofur hversdagslegur atburð- ur fyrir alla, sem málið snerti — nema að því er varðar Henry Jones. Honurn var þetta fyrsti liður í nákvæmlega útreiknaðri fyrirætlun um hvorki meira né minna en morð! I Liverpool hafði Henry kynnzt ungri og aðlaðandi ekkju, sem Mary Spicer hét, og viðkynning þeirra varð brátt nánari en piparsveininum Henry Jones þótti góðu hófi gegna. Hann vildi um fram allt ekki kvænast, og reyndi að rifta sam- bandi þeirra, en frú Spicer var ekki á sama máli. Hún var orðin alvarlega ástfangin af þessum fyrirmyndarmanni og vildi um- fram allt giftast honum. AUar tilraunir Henrys til þess að losna við hana misheppnuðust, og að lokum sá hann enga aðra leið til undankomu en hreinlega að myrða frú Spicer. Hann gerði nú hnitmiðaða á- ætlun um það, hvernig hann ætlaði að koma ekkjunni fyrir, án þess að hugsanlegt væri að lögreglan fvndi nokkur spor. Og fyrsti undirbúningur morðsins voru einmitt dýnukaupin, þótt OKTÓBER, 1953 47

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.