Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 23
Það bezta — fyrir hvern?
Falleg smásaga eftir Rigmar Rold
VIÐ FLUTTUM í „villu“-
götuna í febrúar. Þá var snjór
og sérhvert hús var einangrað,
og það var kalt. En í marz færð-
ist líf í götuna.
Við, sem vorum nýkomnar og
ókunnugar, fórum að fá áhuga
á lífi götunnar. Þegar við höfð-
um séð sama fólkið ganga fram
hjá húsi okkar nokkrum sinnum,
gátum við okkur til, hvað’a fólk
þetta væri, og komumst að því,
í hvaða húsum það átti heima.
Og áður en langt leið, vissum
við nöfn þess og titla — ef ein-
hverjir voru.
Börnin byrjuðu að hoppa á
gangstéttinni, og við virturn þau
fyrir okkur úr gluggunum. Sum
voru hæversk og hneigðu sig,
þegar við gengum framhjá, önn-
ur héldu áfram að kasta stein-
um og hoppa.
En svo sáum við dag einn
„bláklæddu konuna“. Og eftir
það töluðum við mest um hana.
Hún var afar aðlaðandi, og við
sögðum hvor við aðra:
„Sástu hve fallega hún gekk?
Og hvað öklarnir voru fallegir?
Og hve vel fötin fara henni, jafn-
vel hatturinn, sem jió er dálítið
úreltur“.
Andlit hennar var líka óvenju
fallegt. Hún hafði blá augu —
auðvitað — annars mvndi hún
ekki hafa gengið svona blá-
klædd. Og hárið var ljóst og
mikið'.
„Hefurðu séð hversu fagur-
lega munnurinn á henni er boga-
dreginn?“ sögðum við hvor við
aðra. Og jjegar við sáum liana
einn daginn brosa til barnanna,
sem léku sér, sögðum við: ,,En
það dásamlega bros. Og hún hef-
ur fallegar, ójafnar tennur“.
Við vissum ekki hver hún var.
Hún bjó í sjöttu villu til hægri,
þegar komið var frá borginni. En
jjað var ekkert nafn á garðshlið’-
inu.
I huganum kölluðum við hana
ætíð frú, en við höfðum aldrei
séð hana í fvlgd með manni. Xé
börnum. ILún fór ein, og kom
næstum ætíð fljótt aftur úr ferð-
um sínum til borgarinnar.
OKTÓBER, 1953
21