Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 64

Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 64
Eg kom einu sinni of seint í kvöldverð til frú Horton gömlu, og hún minnti mig þá á eitthvað dýr, sem ég sá einu sinni í dýra- garði, og dýravörðurinn hafði gleymt að gefa bitann sinn á rétt- um tíma ! Ég er ekkert hrifinn af íjölskyldunni, en í sveitinni lær- ist manni að styggja ekki ná- grannana að óþörfu. Þar að auki liggja landamæri okkar saman, og þá er erfitt að leiða þau hjá sér.“ Einhvern veginn tókst Klöru að komast upp í herbergi sitt. Þegar þangað kom hneig hún niður á stólinn fyrir framan snyrtiborðs- spegilinn. Henni var óglatt. ,,Þetta getur ekki verið satt." sagði hún við sjálfa sig hvað eft- ir annað. Því ef það var satt, hvernig átti hún þá að geta lát- ið eins og ekkert væri allt kvöld- ið ? Hún hafði hugsað til þess sem skemmtilegs viðburðar, að sjá Kára dulklæddan sem bryta. Hún hafði ímyndað sér, að þau skiptust á merkjum, þegar eng- inn sæi, gætu jafnvel tekizt í hendur eða fundizt -á laun. Þetta var andstyggileg martröð. 0, af hverju hafði hún komið ? Og þó, ef þetta var satt, hefði þá Kári ekki afstýrt því að hún kæmi ? Það snerist allt í hring fyrir henni. Allt virtist vera svo fjarri lagi. En einhvern veginn varð þetta kvöld að líða ; hún gat ekki snúið við úr því sem komið var, og, hvað sem öðru leið, ef þetta var satt, varð hún að hafa tal af Kára. Hann varð að gefa henni skýringu, annars myndi hún missa vitið. Klukkan niðri sló hálf sjö með glymjandi tón. Hún varð að flýta sér að klæða sig og snyrta. Hún spratt upp og tók til óspilltra málanna; sparkaði af sér skón- um, smeygði af sér sokkunum og fleygði af sér fötunum á víð og dreif um herbergið. ,,Ertu tilbúin, Klara ?“ Það var rödd Sir Oswalds neðan úr anddyrinu. „Augnablik, ég er að koma,“ kallaði hún. Hún fór í græna tjyllkjólinn með víða pilsinu, sem hún hafði keypt í Biarritz áður en hún fór. Hann hafði verið dýrari en hún hafði efni á, en hún hafði keypt hann vegna Kára. Átti hún ann- ars að vera í honum ? ,,Já, ég geri það,“ sagði hún við sjálfa sig. ,,Hvort sem hann er giftur eða ekki skal ég vera í þessum kjól!“ Hún flýtti sér í hann, smeygði næstum gegnsæjum sokkunum upp granna fótleggina og smokr- aði sér í silfurlitaða skóna, án þess að gefa sér tíma til að spenna þá á sig. Aður en hún 62 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.