Heimilisritið - 01.10.1953, Page 64

Heimilisritið - 01.10.1953, Page 64
Eg kom einu sinni of seint í kvöldverð til frú Horton gömlu, og hún minnti mig þá á eitthvað dýr, sem ég sá einu sinni í dýra- garði, og dýravörðurinn hafði gleymt að gefa bitann sinn á rétt- um tíma ! Ég er ekkert hrifinn af íjölskyldunni, en í sveitinni lær- ist manni að styggja ekki ná- grannana að óþörfu. Þar að auki liggja landamæri okkar saman, og þá er erfitt að leiða þau hjá sér.“ Einhvern veginn tókst Klöru að komast upp í herbergi sitt. Þegar þangað kom hneig hún niður á stólinn fyrir framan snyrtiborðs- spegilinn. Henni var óglatt. ,,Þetta getur ekki verið satt." sagði hún við sjálfa sig hvað eft- ir annað. Því ef það var satt, hvernig átti hún þá að geta lát- ið eins og ekkert væri allt kvöld- ið ? Hún hafði hugsað til þess sem skemmtilegs viðburðar, að sjá Kára dulklæddan sem bryta. Hún hafði ímyndað sér, að þau skiptust á merkjum, þegar eng- inn sæi, gætu jafnvel tekizt í hendur eða fundizt -á laun. Þetta var andstyggileg martröð. 0, af hverju hafði hún komið ? Og þó, ef þetta var satt, hefði þá Kári ekki afstýrt því að hún kæmi ? Það snerist allt í hring fyrir henni. Allt virtist vera svo fjarri lagi. En einhvern veginn varð þetta kvöld að líða ; hún gat ekki snúið við úr því sem komið var, og, hvað sem öðru leið, ef þetta var satt, varð hún að hafa tal af Kára. Hann varð að gefa henni skýringu, annars myndi hún missa vitið. Klukkan niðri sló hálf sjö með glymjandi tón. Hún varð að flýta sér að klæða sig og snyrta. Hún spratt upp og tók til óspilltra málanna; sparkaði af sér skón- um, smeygði af sér sokkunum og fleygði af sér fötunum á víð og dreif um herbergið. ,,Ertu tilbúin, Klara ?“ Það var rödd Sir Oswalds neðan úr anddyrinu. „Augnablik, ég er að koma,“ kallaði hún. Hún fór í græna tjyllkjólinn með víða pilsinu, sem hún hafði keypt í Biarritz áður en hún fór. Hann hafði verið dýrari en hún hafði efni á, en hún hafði keypt hann vegna Kára. Átti hún ann- ars að vera í honum ? ,,Já, ég geri það,“ sagði hún við sjálfa sig. ,,Hvort sem hann er giftur eða ekki skal ég vera í þessum kjól!“ Hún flýtti sér í hann, smeygði næstum gegnsæjum sokkunum upp granna fótleggina og smokr- aði sér í silfurlitaða skóna, án þess að gefa sér tíma til að spenna þá á sig. Aður en hún 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.