Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 20

Heimilisritið - 01.10.1953, Blaðsíða 20
2. Lœrðu aldrei rœÖu orÖrétt utanað. Ef þú gerir það, ertu næstum viss með að gleyma henni, og áheyrendurnir verða fegnir, því engan langar til að hlusta á nið- ursoðna ræðu. Jafnvel þó þú gleymir henni ekki, verður svip- ur þinn fjarrænn og röddin sömu- leiðis. Ef þú ert hræddur um að gleyma því, sem þú ætlar að segja, þá skrifaðu niður nokkra punkta á blað og haltu á því í lófanum og líttu öðru hvoru á það. 3. Kryddaðu rœðuna með lýs- andi dœmum. Langauðveldasta leiðin til að gera ræðu áheyrilega er að nota dæmisögur. Fyrir nokkrum árum hélt þingmaður hvassyrta ræðu og ásakaði stjórnina fyrir að eyða fé í að gefa út gagnslausa bækl- inga. Hann tók sem dæcni bækl- ing ,,Um ástalíf frosksins“. Eg myndi ekki minnast þessarar ræðu, nema vegna þessa sérstaka dæmis. 4. Hafðu til reiðu fjörutíu sinn- um meira efni í rœðuna, en þú þarft að nota. Ida heitin Tarbell, ein af fremstu ævisöguriturum Ameríku, sagði mér, að fyrir nokkrum ár- um, er hún var stödd í London, hafi hún fengið skeyti frá merku amerísku tímariti um að skrifa tveggja síðna grein um sæsímann yfir Atlantshaf. Ungfrú Tarbell átti tal við ritsímastjórann í Lond- on og fékk raunar allar upplýs- ingar, sem hún þurfti til að semja 500 orða grein. En hún lét sér það ekki nægja. Hún fór í British Museum og las greinar og bækur um sæsím- ann, og ævisögu Cyrus Field, mannsins, sem lagði símann. Hún skoðaði sýnishorn og minjagripi um símlagninguna í British Mus- eum, heimsótti síðan verksmiðju í úthverfi London til að sjá hvern- ig sæsími væri búinn til. ,,Þegar ég loksins skrifaði þess- ar tvær síður,“ sagði ungfrú Tar- bell, ,,hafði ég nóg efni í litla bók. En þetta rnikla efni, sem ég hafði yfir að ráða og notaði ekki, gerði mér fært að skrifa af sjálfs- trausti og áhuga, skýrt og skorin- ort. Ida Tarbell hafði lært af langri reynslu, að hún varð að hafa fvr- ir að öðlast rétt til að skrifa þó ekki væri nema 500 orða grein. Sama reglan gildir um ræðu- mennsku. Aflaðu þér eins konar sérþekkingar á efninu. Temdu þér þá gullnu reglu að heyja þér varaforða. 5. Æfðu rœðu þína í umrœðum við vini þína. Will Rogers undirbjó hinar frægu sunnudagskvöldræður sín- 18 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.