Heimilisritið - 01.10.1953, Síða 20

Heimilisritið - 01.10.1953, Síða 20
2. Lœrðu aldrei rœÖu orÖrétt utanað. Ef þú gerir það, ertu næstum viss með að gleyma henni, og áheyrendurnir verða fegnir, því engan langar til að hlusta á nið- ursoðna ræðu. Jafnvel þó þú gleymir henni ekki, verður svip- ur þinn fjarrænn og röddin sömu- leiðis. Ef þú ert hræddur um að gleyma því, sem þú ætlar að segja, þá skrifaðu niður nokkra punkta á blað og haltu á því í lófanum og líttu öðru hvoru á það. 3. Kryddaðu rœðuna með lýs- andi dœmum. Langauðveldasta leiðin til að gera ræðu áheyrilega er að nota dæmisögur. Fyrir nokkrum árum hélt þingmaður hvassyrta ræðu og ásakaði stjórnina fyrir að eyða fé í að gefa út gagnslausa bækl- inga. Hann tók sem dæcni bækl- ing ,,Um ástalíf frosksins“. Eg myndi ekki minnast þessarar ræðu, nema vegna þessa sérstaka dæmis. 4. Hafðu til reiðu fjörutíu sinn- um meira efni í rœðuna, en þú þarft að nota. Ida heitin Tarbell, ein af fremstu ævisöguriturum Ameríku, sagði mér, að fyrir nokkrum ár- um, er hún var stödd í London, hafi hún fengið skeyti frá merku amerísku tímariti um að skrifa tveggja síðna grein um sæsímann yfir Atlantshaf. Ungfrú Tarbell átti tal við ritsímastjórann í Lond- on og fékk raunar allar upplýs- ingar, sem hún þurfti til að semja 500 orða grein. En hún lét sér það ekki nægja. Hún fór í British Museum og las greinar og bækur um sæsím- ann, og ævisögu Cyrus Field, mannsins, sem lagði símann. Hún skoðaði sýnishorn og minjagripi um símlagninguna í British Mus- eum, heimsótti síðan verksmiðju í úthverfi London til að sjá hvern- ig sæsími væri búinn til. ,,Þegar ég loksins skrifaði þess- ar tvær síður,“ sagði ungfrú Tar- bell, ,,hafði ég nóg efni í litla bók. En þetta rnikla efni, sem ég hafði yfir að ráða og notaði ekki, gerði mér fært að skrifa af sjálfs- trausti og áhuga, skýrt og skorin- ort. Ida Tarbell hafði lært af langri reynslu, að hún varð að hafa fvr- ir að öðlast rétt til að skrifa þó ekki væri nema 500 orða grein. Sama reglan gildir um ræðu- mennsku. Aflaðu þér eins konar sérþekkingar á efninu. Temdu þér þá gullnu reglu að heyja þér varaforða. 5. Æfðu rœðu þína í umrœðum við vini þína. Will Rogers undirbjó hinar frægu sunnudagskvöldræður sín- 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.