Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 29

Heimilisritið - 01.08.1955, Síða 29
í London árið 1925, væri ekki aðeins af „nútíma“-tegund í meginatriðum, en stafaði jafn- framt frá tímabili, sem var eldra en Neanderthal-maðurinn, eða a. m. k. jafngamalt elztu þekkt- um leifum þeirrar tegimdar. Sterkar líkur voru þannig komnar fram fyrir þeim rökum, að ættbálkur „nútíma“-manns- ins væri eins gamall, og jafnvel eldri, en Neanderthal-maðurinn. Fyrirrennarar Evrópumannsins NÝLEGIR fornleifafundir í Palestínu hafa sannað þá stað- hæfingu, svo að ekki verður um deilt, að ættbálkur „nútíma“- mannsins sé ævafom. í bráða- birgðaskýrslu um beinagrindur, sem fundust í hellum í Carmel- fjalli árið 1933, hafa þeir Sir Arthur Keith og Mr. T. McCown, af þessum gögnum, fært sönnur að tilvist tveggja ólíkra kyn- flokka. Kynflokkar þessir voru uppi samtímis. Annar þeirra er af Neanderthal-tegund, mjög líkur en þó ekki alveg eins og Ne- anderthal-maður Vestur-Evrópu, en hinn, sem er mjög sundurleit- ur kynflokkur, er raunverulega hinn sami og Cro-Magnon-stofn- inn í Evrópu — en hann er af tegund „nútíma“-mannsins. Þeir eru hávaxnir, hafa hauskúpu af Cro-Magnon-tegund, og hjá þeim kemur hakan fram. Má í raun og veru telja þá fyrirrenn&ra Evrópumannsins. Hafa þeir tek- ið gagngerðum framförum og þroska í áttina til þeirrar teg- undar, sem nútímat-kynflokkar Evrópu kunna að vera sprottnir af. Þessir tveir kynflokkar eru jafnframt eldri eða voru uppi samtímis elztu tegundum Nean- derthal-mannsins, eins og sjá má af því, að dýrasteingervingar þeir, sem þeir finnast ásamt, í hellnaniðurburðunum eru frá tímabili því, sem fór næst á und- an síðasta mikla jökulruðningn- um í Evrópu, blómaskeiði Ne- anderthal-mannsins. Eins og þegar hefur verið tek- ið fram, þá er þessi annar og „nútíma“-kynflokkur mjög sund- urleitur. Sum sýnishornin sýna svip Neanderthal-mannsins. Það er því augljóst, að hann er á þroskabraut. Það má í raun og veru segja, að við sjáum hér fyrir okkur þróun eins af elztu kynflokkum Evrópu, sannarlega ekki frá Neanderthal-tegund, heldur frá sameiginlegri for- feðrategund. Sönnunargögn frá Palestínu Mikilvægi þessara sönnunar- ÁGÚST, 1955 27

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.