Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 50

Heimilisritið - 01.08.1955, Blaðsíða 50
hann talaði. „Varið yður. Hann er að koma aftur eftir snekkj- unni.“ Hann þagnaði, þegar hann heyrði hátt kvenmannsóp, og á eftir því skothvell. Það heyrðust ryskingar innan úr klefanum, og síðan annar skothvellur. Hann kastaði sér á dyrnar. Þær létu ekki undan. Lágar stunur heyrð- ust að innan. Svo opnuðust dyrn- ar inn. Stúlkan stóð fyrir innan. Svart hár hennar var í óreiðu og and- lit hennar hvítt af skelfingu. Blússan hennar var rifin á ann- arri öxlinni. Hún hélt á skamm- hyssu í hægri hendi, en blóð vætlaði úr máttlausum vinstri handlegg hennar. „Hann hljóp á mig úr klefa- glugganum,“ stamaði hún. „Hann var með byssuna. Hann — hann skaut mig. Einhvern veginn tókst mér að ná byssunni. Ég.. Hún fleygði sér grátandi í fang hans. Yfir öxl hennar sá hann, að allt var í óreiðu í klefaum. Opinn ferkantaður gluggi var fyrir ofan rúm, sem allt var í óreiðu. Á öðru rúmi lá hálffull ferðataska. Hálftóm viskýflaska stóð á borði. Dökkur maður í gráum fötum lá endilangur á gólfinu og brjóstið á grænni sportskyrtu var rennvott af blóði. Trant leiddi stúlkuna blíðlega út í baðherbergið, og batt þar um sárið á handlegg hennar. Hann stakk skammbyssunni í vasann, síðan tók hann ferðatöskuna af rúminu og lét hana leggjast þar. Hann beygði sig niður yfir eig- inmanninn til þess að athuga hann. Það var augljóst að hann var dauður — steindauður. Kúl- an hafði farið í gegnum hjartað. Hann var hlægilega vel klæddur, þar sem hann lá þarna með vöðvamikinn brúnan hálsinn upp úr grænni skyrtunni, sem var opin í hálsmálið, og tærnar á skónum, sem voru úr króko- dílaskinni, beint upp í loftið. Stúlkan 'hafði hreyft sig á koddanum, og fylgdist með því, sem hann gerði, föl á svip. „Hann er dáinn.“ Trant gekk til hennar, og um leið og hann lagði róandi hönd á öxl hennar, sá hann að það var hvítur máln- ingarblettur þvert yfir lófa hans. Það greip hann skyndileg æsing, og hann sneri sér aftur að hin- um dána eiginmanni. Svo greip hann vasaljós, þaut upp á hitt rúmið og klifraði gegnum glugg- ann, út á þilfarið. Hann gat greinilega séð seglskútuna í tunglsljósinu. Hann beindi vasa- ljósinu niður á þilfar snekkjunn- ar. Þar sá hann greinilega hvít fótspor. Tvö þeirra sneru inn 48 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.